Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #15

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. apríl 2021 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Garðar BA

Á 11.fundi Menningar-og ferðamálaráðs þann 8.september 2020 var fjallað um erindi frá fulltrúum landeigenda Skápadals tengt uppbyggingu Garðars BA og svæðisins þar í kring. Menningar-og ferðamálafulltrúa var falið að stofna vinnuhóp með það að markmiði að vinna að hugmyndum um framtíðaráform Garðars BA, í samstarfi við landeigendur.

Menningar-og ferðamálaráð tilnefnir eftirfarandi aðila í vinnuhópinn;

Arnheiður Jónsdóttir - fulltrúi landeigenda
Sigurður Líndal - verkefnastjóri Vestfjarðastofu
Gunnþórunn Bender - framkvæmdastjóri Westfjords Adventures
Guðríður Hlín Helgudóttir - menningar-og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar

    Málsnúmer 2006062 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ósk um styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal 2021

    Lagt fyrir erindi dags. 29.mars 2021 frá Félagi áhugamanna um Skrímslasetur.

    Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal fyrir árið 2021 að upphæð 200 þúsund krónum.
    Vesturbyggð hefur styrkt verkefnið frá árinu 2015. Skrímslasetrið var stofnað árið 2007 af sjö áhugamönnum sem vildu leggja Bíldudal lið í viðleitni til að auka framboð á atvinnu og laða að ferðamenn. Skrímslasetrið er í dag mikilvægur hlekkur þeirra fyrirtækja sem bjóða uppá menningar- og ferðamálatengda starfsemi.

    Menningar-og ferðamálaráð leggur til að farið verði í samningagerð við Félag áhugamanna um Skrímslasetur og felur Menningar-og ferðamálafulltrúa í samstarfi við bæjarstjóra að fara í þá vinnu.

      Málsnúmer 2103087 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

      Frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1910002 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Mál til kynningar

        4. Skilti við Rauðasand

        Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni Vesturbyggðar og landeiganda á Rauðasandi um styrk sem hlaust úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir skiltauppsetningu á Rauðasandi.

          Málsnúmer 2103069 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Tjaldsvæði í Vesturbyggð

          Lagt fram til umfjöllunar framtíðaráform tjaldsvæðisins á Bíldudal.

          Í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021-2024 í framkvæmdakafla kemur fram að framlag verður veitt fyrir nýtt færanlegt salernishús við tjaldsvæðið við Byltu á Bíldudal en einnig verður á árinu undirbúið að finna tjaldsvæðinu á Bíldudal annan stað og er m.a. horft til þess að nýta svæði í kringum Lönguhlíð 20.

            Málsnúmer 2006007 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:27