Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #24

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. október 2022 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
 • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) varamaður
 • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
 • Silja Björg Ísafoldardóttir (SBÍ) varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

Anna Vilborg Rúnarsdóttir vék af fundi undir þessum liði.

Lögð var fyrir styrkbeiðni sem barst ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2022. Afgreiðslu umsóknarinnar var áður frestað þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

  Málsnúmer 2201005 6

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Verkferlar við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

  Lagt var fram minnisblað menningar- og ferðamálafulltrúa. Í minnisblaðinu var lögð fram hugmynd að verkferli sveitarfélagsins við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastað hverju sinni.

  Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í hugmyndina og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

   Málsnúmer 2210026 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   Mál til kynningar

   3. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2022

   Lagðar fram til kynningar umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022.

    Málsnúmer 2208040 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Menningarstefna Vesturbyggðar

    Lagðar fram til kynningar hugmyndir að úrlausnum við gerð menningarstefnu Vesturbyggðar.

    Ráðið tekur vel í kynninguna og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna málið áfram og kynna fyrir nefndinni.

     Málsnúmer 2208047 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Fyrirspurn vegna veglagningar í Litladal

     Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs nr. 948 þann 4. október 2022 þar sem lögð var fyrir fyrirspurn Ingu Hlínar Valdimarsdóttur um veglagningu í Litladal, Patreksfirði.

      Málsnúmer 2208048 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30