Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #66

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 1. desember 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Guðlaugur Jónsson (GJ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Ólafur Þór Ólafsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir

Í upphafi fundar kannaði formaður (LM) hvort að athugasemdir væru við boðun eða dagskrá fundarins. Svo var ekki og var fundurinn því lýstur lögmætur.

Almenn mál

1. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Gestir á fundinum undir þessu máli voru Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG), slökkviðliðsstjóri sem fór yfir stöðu brunavarnaáætlunar og þarfir slökkviliðs til að geta brugðist við vá, og Haraldur Reynisson (HR) frá KMPG í gegnum fjarfundarbúnað sem fór yfir tillögur KPMG varðandi rekstur mögulegs byggðasamlag um brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.
Jafnframt var lagt fram bréf frá aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar varðandi starfsemi slökkviliða.

Í umræðum var m.a. rætt um mikilvægi þess að ljúka við vinnu við brunavarnaáætlun, um fyrirkomulag á bakvöktum stjórnenda og aðstöðu slökkviliða. Kynningar verða sendar fundarmönnum og munu fylgja fundargerðinni þegar hún verður lögð fyrir sveitarstjórnir.

Til máls tóku: ÓÞÓ, ÞSS, JÁ, LM, SSS og GJ.

Afgreiðsla:
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna munu vinna málið áfram með slökkviliðsstjóra innan þess fjárhagsramma sem samþykktur verður í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna. Samráðsnefndin felur ÓÞÓ að senda aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar svar við erindi hans.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Minjasafn Egils Ólafssonar, fjárhagsáætlun 2023.

Mál frá 65. fundi Samráðsnefndar sem fór fram 02.11.2022.

Uppfærð fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2023 var lögð fram.

Til máls tóku: ÞSS og Ó.Þ.Ó.

Afgreiðsla:
Fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2023 var samþykkt samhljóða og vísað til fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Minjasafn Egils Ólafssonar, starfsmannamál

Farið yfir stöðu mála varðandi afleysingar vegna fæðingarorlofs forstöðumanns Minjasafns Egils Ólafssonar.

Til máls tóku: LM, ÓÞÓ, ÞSS, SSS, JÁ, AVR og GJ.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að ráða Óskar L. Arnarsson til að leysa forstöðumann af tímabundið á meðan fæðingarorlofi stendur.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Embætti íþrótta- og tómstundarfulltrúa

Umræðum um skipulag íþrótta- og tómstundamála og embætti íþrótta- og tómstundafulltrúa verður haldið áfram frá 65. fundi samráðsnefndar sem fór fram 02.11.2022.

Fram kom á fundinum að Héraðssambandið Hrafna Flóki hefur ákveðið að fara út úr samstarfi við sveitarfélögin vegna starfs framkvæmdastjóra og ráða eigin framkvæmdastjóra í hlutastarf hjá sambandinu. Það leiðir til þess að starfið mun taka breytingum gagnvart sveitarfélögunum. Fram kom tillaga um að starfsheiti verði breytt í frístundafulltrúa.

Til máls tóku: LM, ÓÞÓ, ÞSS, SSS, JÁ, AVR og GJ.

Afgreiðsla:
Samráðsnefnd var sammála um að rétt væri að ráða í 100% starf frístundafulltrúa sem starfar fyrir bæði sveitarfélöginn. Skipting vinnuframlags og kostnaðar milli sveitarfélaga verði í samræmi við það sem er í öðrum samstarfsverkefnum hjá þeim, þ.e 75% hjá Vesturbyggð og 25% hjá Tálknafjarðarhreppi. Ráðningarsamband verði við Vesturbyggð og næsti yfirmaður verði sviðstjóri fjölskyldusviðs. Vísað til frekari vinnslu hjá sviðstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar og til kynningar hjá Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd Tálknafjarðarhrepps og Fræðslu- og æskulýðsráði Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir - UST202209-125

Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd sbr. erindi frá Umhverfisstofnun dags. 01.11.2022.

Til máls tóku: LM, ÞSS, ÓÞÓ og JÁ.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin samþykkti samhljóða tillögu þess efnis að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu
S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar. Er því vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Farið var yfir stöðu mála vegna vinnu við Strandsvæðisskipulag Vestfjarða, en LM situr í svæðisráði þess fyrir hönd sveitarfélaganna tveggja.

Til máls tóku: LM, JÁ, ÓÞÓ, ÞSS, GJ, SSS og AVR.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin var einróma um að mikilvægt væri að strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum verði staðfest af ráðherra og taki gildi og felur LM að gera grein fyrir þeirri afstöðu í svæðisráði Strandsvæðisskipulags Vestfjarða.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Málefni Náttúrustofu Vestfjarða

Farið var yfir stöðu mála í starfi Náttúrustofu Vestfjarða í upphafi nýs kjörtímabils
sveitarstjórna.

Til máls tóku: LM, JÁ, ÓÞÓ, ÞSS, GA, SSS og AVR.

Afgreiðsla:
Málið var rætt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði

Mál frá 65. fundi Samráðsnefndar sem fór fram 02.11.2022.

Áður en umræður hófust um málið vakti SSS athygli á vanhæfi sínu til að fjalla um málið og óskaði eftir því að víkja af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þess. Var það samþykkt og vék SSS við það af fundinum.

ÓÞÓ og ÞSS gerðu grein fyrir drögum að samningi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga um áframhaldandi rekstur framhaldsdeildar á Patreksfirði.

Til máls tóku: LM, JÁ, ÓÞÓ, ÞSS, GJ og AVR.

Afgreiðsla:
Samráðsnefndin samþykkti samhljóða að fela að framkvæmdastjórum sveitarfélaganna að vinna áfram að málinu og þar á meðal að óska eftir fundi með ráðherra ásamt fulltrúum FSN þar sem sérstaklega yrði fjallað um að dreifbýlisstyrkur geti nýst öllum framhaldsskólanemendum á sunnanverðum Vestfjörðum sem stunda nám sem byggist á þessum samningi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35