Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #169

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. nóvember 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson Byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrenni

    Deiliskipulagstillaga vegna Aðalstrætis 100 og nágrennis lögð fram til kynningar. Í tillögunni er farið yfir fyrirhugaðar varnarframkvæmdir, tjaldsvæði og aðlöguðu gatnakerfi. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar. Málinu frestað.

      Málsnúmer 1210088 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag urðunarsvæði

      Deiliskipulagstilaga vegna urðunarsvæði í Vatneyrarhlíðum lagt fram til kynningar. Gerðar voru efnis og orðalagsbreytingar. Málinu frestað.

        Málsnúmer 1210087 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum, þéttbýla - og iðnaðarsv. Bíldudal.

        Tekin er fyrir lýsing á skipulagsverkefni vegna breytingu á aðalskipulagi er varðar Aðalstræti 100 og nágrenni, urðunarsvæði í Vatnseyrarhlíðum á Patreksfirði, Iðnarsvæði í Bíldudal, Laxeldi í sjó og breytta notkun í hlíðum ofan Bíldudals og Patreksfjarðar. Skipulagslýsingin er samþykkt og ákveðið að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

          Málsnúmer 1208019 8

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30