Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #36

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal

    Guðmundur V. Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Erindi frá Jóni G. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útskipunarhúsi á SV-hlið Strandgötu 1, Bíldudal sem og gönguhurð á sömu hlið. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af hugsjón, dags. 14.07.2017.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um grenndarkynningu, einnig er fyrirvari um grenndarkynningu vegna breyttrar aðkomu að hafnarsvæði. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að láta fara fram fyrrgreinda grenndarkynningu. Um afturkræfa aðgerð skal vera að ræða ef að starfsemi/nýting hússins breytist.

    Erindinu vísað áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1704006 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Heimabær 1, lóð 1. Ósk um skiptingu lands.

      Erindi frá Loga Halldórssyni f.h. eigenda Heimabæjar 1 lóðar 1. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi heimabæjar 1 lóðar 1. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af Sigurði H. Valtýssyni dags. 20.09.2016 sem sýnir skiptingu lands.

      Umsókn um skiptingu lóðar er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarskipta. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

        Málsnúmer 1702056

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Penna ehf. Umsókn um byggingarleyfi - Hótel Flókalundur

        Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Pennu ehf. Í umsókninni er sótt um stækkun Hótels Flókalunds, 451 Vesturbyggð. Sótt er leyfi fyrir byggingu 515 m2 viðbyggingar, 12 herbergja gistiálmu á einni hæð með lagnakjallara.

        Umsókninni fylgja aðaluppdrætir unnir af MarkSTOFU ehf dags. 24.maí 2017.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar sem og landeigenda. Sótt verði um undanþágu um gerð deiliskipulags skv. 1. gr bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr.123/2010 og skv. gr. 5.11.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013

          Málsnúmer 1707029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Hænuvík

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 12.júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Hænuvík, 451 Vesturbyggð.

          Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.

            Málsnúmer 1707028

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bíldudalsskóli. Umsókn um byggingarleyfi.

            Erindi frá Vesturbyggð, í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir nýjum glugga við hlið anddyris Bíldudalsskóla að Dalbraut 2, Bíldudal. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 14.júní 2017.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1707030

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

              Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráð frá 805.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð.

              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1701012 19

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Þorgerður Einarsdóttir. Aðalstræti 131, umsókn um byggingarleyfi.

                Erindi frá Þorgerði Einarsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 112m2 einbýlishúsi að Aðalstræti 131, 450 Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 14.07.2017.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                  Málsnúmer 1707031

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10