Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 19. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Almenn erindi
1. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal
Guðmundur V. Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi frá Jóni G. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útskipunarhúsi á SV-hlið Strandgötu 1, Bíldudal sem og gönguhurð á sömu hlið. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af hugsjón, dags. 14.07.2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um grenndarkynningu, einnig er fyrirvari um grenndarkynningu vegna breyttrar aðkomu að hafnarsvæði. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að láta fara fram fyrrgreinda grenndarkynningu. Um afturkræfa aðgerð skal vera að ræða ef að starfsemi/nýting hússins breytist.
Erindinu vísað áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.
2. Heimabær 1, lóð 1. Ósk um skiptingu lands.
Erindi frá Loga Halldórssyni f.h. eigenda Heimabæjar 1 lóðar 1. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi heimabæjar 1 lóðar 1. Erindinu fylgir lóðarblað unnið af Sigurði H. Valtýssyni dags. 20.09.2016 sem sýnir skiptingu lands.
Umsókn um skiptingu lóðar er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Gera þarf óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarskipta. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
3. Penna ehf. Umsókn um byggingarleyfi - Hótel Flókalundur
Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Pennu ehf. Í umsókninni er sótt um stækkun Hótels Flókalunds, 451 Vesturbyggð. Sótt er leyfi fyrir byggingu 515 m2 viðbyggingar, 12 herbergja gistiálmu á einni hæð með lagnakjallara.
Umsókninni fylgja aðaluppdrætir unnir af MarkSTOFU ehf dags. 24.maí 2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar sem og landeigenda. Sótt verði um undanþágu um gerð deiliskipulags skv. 1. gr bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr.123/2010 og skv. gr. 5.11.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013
4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Hænuvík
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 12.júlí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II að Hænuvík, 451 Vesturbyggð.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.
5. Bíldudalsskóli. Umsókn um byggingarleyfi.
Erindi frá Vesturbyggð, í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir nýjum glugga við hlið anddyris Bíldudalsskóla að Dalbraut 2, Bíldudal. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 14.júní 2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
6. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráð frá 805.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð.
Lagt fram til kynningar.
7. Þorgerður Einarsdóttir. Aðalstræti 131, umsókn um byggingarleyfi.
Erindi frá Þorgerði Einarsdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 112m2 einbýlishúsi að Aðalstræti 131, 450 Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 14.07.2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10