Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #37

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Edda K. Eiríksdóttir. Umsókn um breytta skráningu á fasteign, Grjóthólar.

    Erindi frá Eddu K. Eiríksdóttur. Í erindinu er sótt um breytta skráningu á fasteigninni að Grjóthólum Barðaströnd, sótt er um breytta skráningu úr sumarbústað í íbúðarhús.

    Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni að afla frekari upplýsinga. Erindinu frestað.

      Málsnúmer 1708016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag - Hvesta Arnarfirði

      Erindi frá Oddi Hermannssyni f.h. Tómasar Guðbjartssonar og Jóns Bjarnasonar, Fremri-Hvestu í Arnarfirði. Í erindinu er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á u.þ.b. 4,0ha landspildu í landi Fremri-Hvestu, jörð með landnúmer L:140442. Landspilan er rétt innan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

        Málsnúmer 1708013 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Vegagerðin - tillögur fyrir Vestfjarðarveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

        Lagt fram bréf dags. 5. júlí sl. frá Vegagerðinni um drög að kynningu tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Vegagerðina að matsáætluninni verði skipt upp í þrjá hluta:

        1. Bíldudalsvegur(63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi (60) á Dynjandisheiði.
        2. Vestfjarðavegur (60) frá Mjólká að mörkum friðlands Vatnsfjarðar.
        3. Friðland Vatnsfjarðar.

        Einnig leggur skipulags- og umhverfisráð áherslu á að reynt verði að ná samkomulagi við landeigendur um legu nýs vegar. Vakin er athygli á að verið er að vinna deiliskipulag fyrir Flókalund.

          Málsnúmer 1707009 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Orkubú Vestfjarða - uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla.

          Erindi frá Þórð J. Skúlasyni f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við starfsstöð OV við Eyrargötu á Patreksfirði.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

            Málsnúmer 1708007 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Kristján Garðarsson. Umsókn um byggingarleyfi - Grímssker, Arnarfirði.

            Erindi frá Kristjáni Garðarssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir viðhaldi og endurbyggingu að hluta á fasteigninni að Grímsskeri landnr. 213211, Arnarfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir dags. 15.08.2017 unnir af Andrúm arkitektum.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1708017

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

              Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráð frá 805.fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra, forstm. tæknideildar og forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði dags. 4. júlí sl. með tillögum um breytingar/lagfæringar á sorphirðu í Vesturbyggð. Erindi tekið fyrir öðru sinni.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögur a-h og j-l.

                Málsnúmer 1701012 19

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:51