Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #46

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Umsókn um lóðarleigusamning, Brunnar 2.

    Erindi frá Jónasi H. Birgissyni. Í erindinu er óskað eftir breytingu á lóðamörkum Brunna 2, Patreksfirði. Óskað er eftir stækkun lóðar til vesturs.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1803047

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi. Útlitsbreyting.

      Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á ytra byrði hússins á norður- og suðausturhlið. Breytingin felur m.a. í sér lokun og stækkun glugga. Erindinu fylgja teikningar, ljósmyndir og deili.

      Minjastofnun skilaði umsögn um framkvæmdina, dagsett 25.apríl 2018, þar sem framkvæmdin er samþykkt að hluta.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið m.t.t. athugasemda Minjastofnunar og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

        Málsnúmer 1804020

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um byggingarleyfi - gistihús.

        Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni og Nönnu Á. Jónsdóttur, Efri-Rauðsdal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 117,2 m2 gistihúsi fyrir allt að 11 gesti. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofunni RÚM, dags. 13.03.2018. Erindi tekið fyrir öðru sinni, óskað var eftir ábyrgðaryfirlýsingum byggingarstjóra og meistara.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Málsnúmer 1803032 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag hafnarsvæði Bíldudal

          Tekið fyrir deiliskipulag Strandgötu 1 og nærliggjandi lóða eftir auglýsingu. Deiliskipulagið var auglýst frá 5. mars til 16. apríl og bárust tvær athugasemdir við tillöguna.

          Tillagan samþykkt með fyrirvara um lagfæringar til samræmis við athugasemdir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

          Barði Sæmundsson vill láta bóka eftirfarandi: Athafnasvæðið er ekki nægjanlegt utandyra og pláss mjög takmarkað fyrir atvinnustarfsemi í Strandgötu 1 ef götu verður ekki lokað neðan við Strandgötu 1 og breytt í athafnasvæði.

            Málsnúmer 1802022 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

            Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar, uppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla dagsett 4. apríl 2018.
            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögunni verði vísað til forkynningar í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Forkynningin skal standa a.m.k. 1 viku sem verður með áberandi hætti og skal tillagan kynnt umsagnaraðilum.

              Málsnúmer 1612015 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Klif - snjóflóðavarnargarðar. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk.

              Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Klif snjóflóðavarnargarða. Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum vegna deiliskipulags íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir-Mýrar.

              Samþykkt að grenndarkynna tillöguna samhliða auglýsingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir-Mýrar.

                Málsnúmer 1804033 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Hafnarsvæði á Patreksfirði. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk.

                Tekin fyrir tillaga að óverlegri breytingu á deiliskipulag hafnarsvæðis á Patrekfirði. Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum vegna deiliskipulags íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir-Mýrar.

                Samþykkt að grenndarkynna tillöguna samhliða auglýsingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir-Mýrar

                  Málsnúmer 1804032 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Aðalstræti 4, þjónustuhús - grenndarkynning.

                  Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Aðalstræti 4, viðbygging sem hýsir þjónustubyggingu sem og tvær íbúðir.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna hana skv. 44.gr skipulagslaga nr.123/2010.

                    Málsnúmer 1804034 5

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Flókalundur - Deiliskipulag

                    Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Flókalund ásamt umhverfisskýrslu.

                    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og umhverfisskýrslu og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillagan og umhverfisskýrsla verði einnig send til umsagnaraðila.

                    Bent er á að framkvæmdin er einnig háð lögum um mat á umhverfisáhrifum og er tilkynningarskyld skv. flokki B. Vinna skal því tilkynningarskýrslu áður en farið verði í framkvæmdir.

                      Málsnúmer 1705048 5

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10