Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #51

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 17. september 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Flókalundur - Deiliskipulag

Með vísan í tölvupóst Skipulagsstofnunar dags. 10. september 2018 er óskað umsagnar Vesturbyggðar vegna erindis Pennu ehf. um stækkun Hótels Flókaundar í Vatnsfirði í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Tilgangur framkvæmdarinnar er stækkun á hótelinu þannig að möguleiki verði á allt að 50 herbergja hóteli, byggt í áföngum með tilheyrandi stækkun þjónusturýma þ.m.t. starfsmannabyggingum og gestastofu. Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11 gr. í reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda um umfangslitla framkvæmd að ræða þar sem um er að ræða mjög þröngt afmarkað svæði umhverfis byggingareiti, vísað er einnig til fulltingis í fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matskyldu um sambærileg mál.

  Málsnúmer 1705048 5

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Kots.

  Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. landeigenda að Koti, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um stofnun vegsvæðis í landi Kots, landeignarnr. 139895. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.

  Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

   Málsnúmer 1808042

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Vegagerðin- Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Hvalskers

   Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. landeigenda að Hvalskeri, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um stofnun vegsvæðis í landi Hvalskers, landeignarnr. 139885. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.

   Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

    Málsnúmer 1808041

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Deiliskipulag - Hvesta Arnarfirði

    Tekin fyrir eftir auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi, Landspilda úr landi Fremri-Hvestu í Arnarfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 6. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
    Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands og hefur verið brugðist við þeim.
    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulag dagsett, 24. maí og breytt 28. ágúst 2018 með þeim breytingum sem fram koma á þeim uppdrætti. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     Málsnúmer 1708013 4

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

     Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og ofanflóðavarnargarðar, Urðir-Mýrar, greinargerð og uppdráttur dagsett, 17. ágúst 2018. Tillagan var forkynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 og auglýst á heimasíðu Vesturbyggðar 22. maí og gefinn var vikufrestur til að koma með ábendingar og athugasemdir.
     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að hún verði auglýst skv. 41. gr. og hún verði einnig send til umsagnaraðila.

      Málsnúmer 1612015 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Seftjörn lóð 1, umsókn um byggingarleyfi.

      Erindi frá Kristínu Ósk Matthíasdóttur, Hvammi. Í erindinu er sótt um leyfi til að byggja starfsmannaíbúð og skrifstofu við fiskeldishúsið að Seftjörn lóð 1, Barðaströnd. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Þorsteini Haraldssyni, dags. 08.09.2018.

      Umsækjenda var tilkynnt með bréfi dagsettu 21.ágúst um stöðvun fyrrgreindra framkvæmda og veittur frestur til 21.september til að skila inn fullnægjandi gögnum, búið er að skila inn aðaluppdráttum af viðbyggingunni sem og tilkynningu um byggingarstjóra. Framkvæmdin er ennfremur að mati skipulags- og umhverfisráðs háð grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er staðsett innan friðlands Vatnsfjarðar og varðar hagsmuni fleiri en lóðarhafa.

      Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á þeim forsendum að samþykki landeigenda hefur ekki borist og með vísan í bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.ágúst 2018 þar sem umsókn umsækjenda um fyrrgreindar framkvæmdir er synjað.

       Málsnúmer 1809028 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Strandgata 10-12, umsókn um stöðuleyfi.

       Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 3 gáma og tank sem ætlaðir eru undir vatnshreinsibúnað. Áður hafði verið samþykkt stöðuleyfi fyrir sömu einingum á öðrum stað innan sömu lóðar, nú er óskað eftir leyfi á nýjum stað.

       Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs Vesturbyggðar. Athygli er vakin á að stöðuleyfi gilda til eins árs.

        Málsnúmer 1809029

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:14