Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #78

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
    Starfsmenn
    • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
    • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.

    Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Örlygshafnarvegur um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.
    Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
    Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.

      Málsnúmer 2004020 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

      Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.
      Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
      Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.

        Málsnúmer 2002205 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Verndarsvæði í byggð

        Lögð fram til kynningar drög að verndarsvæði í byggð fyrir milljónahverfið á Bíldudal og Vatneyri á Patreksfirði.

          Málsnúmer 2004060

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Patreksfjarðarflugvöllur.

          Tekið fyrir erindi Arnarlax hf. dags. 5.nóvember 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á vesturenda flugbrautar í Sauðlauksdal, grjótvörn við enda flugbrautar og girðingu við sitthvorn kantinn. Umsækjandi hefur haft svæðið á leigu frá Ríkiseignum og fer kvíasmíði fram á svæðinu. Samþykki landeigenda fylgir með erindinu.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

            Málsnúmer 2011022 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Leiksvæði á Björgunum

            Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Samþykkt var á 77. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna nýtt leiksvæði á lóðinni að Aðalstræti 118, Patreksfirði. Grenndarkynningin var auglýst 22. október með athugasemdafrest til 12. nóvember.

            Engin athugasemd barst við grenndarkynninguna.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.

              Málsnúmer 2009088 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Balar, Patreksfirði. Umsókn um lóðir.

              Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Samþykkt var á 77. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna úthlutun tveggja lóða við Bala 9-11 og Bala 13-15, Patreksfirði sem og áform um byggingu tveggja parhúsa á einni hæð á fyrrgreindum lóðum. Grenndarkynningin var auglýst 22. október með athugasemdafrest til 12. nóvember.

              Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Aðalstrætis 89 og Bala 9-11. Gerð er athugasemd um að lóð undir fyrirhugað parhús við Bala 9-11 skarist við lóð Aðalstrætis 89 skv. gildandi lóðarleigusamningi.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna m.v. innkomnar athugasemdir og felur byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Aðalstrætis 89 og Bala 9-11 þar sem ónýtt svæði milli lóðanna verði fellt að lóð Aðalstrætis 89. Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að endurnýjaður verði lóðarleigusamningur vegna Aðalstrætis 89.

                Málsnúmer 2010043 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Hjallur v. Fjósadalsá. Umsókn um lóðarleigusamning.

                Erindi frá Eggert Björnssyni, dags. 26. október. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hjall við Fjósadalsá, Patreksfirði, fastanr. 212-4230.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss.

                  Málsnúmer 2010078 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Landgræðslusamningur við skógræktarfélag Patreksfjarðar

                  Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.

                  Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við samninginn að öðru leyti en að hann skarast við fyrirhugað athafnasvæði utan við Engjar(svæði 1), þá verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins(svæði 3) er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það, einnig leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga(svæði 2) og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur að teknu tilliti til ofangreindra athugasemda.

                    Málsnúmer 2003034 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    9. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

                    Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Breytingin fjallar um breytingu á afmörkun íbúðarsvæðis við Hafnarbraut og stækkar það nokkuð á kostnað opins svæðis.

                    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti að skipulagslýsingin verði kynnt opinberlega skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing verði einnig tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga. á 353. fundi sínum sem haldinn var 29. október 2020.

                      Málsnúmer 2010079 6

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:04