Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #80

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

Tekin fyrir endurbætt tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, lagfærð 11 janúar 2021. Fyrir liggur einnig umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 8. janúar 2021 en tekið hefur verið tillit til allra athugasemda í endurbættri tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Arnarbakki 5. Umsókn um byggingaráform.

Erindi frá Bernódus ehf, dags. 12. janúar 2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 179 m2 parhúsi við Arnarbakka 5, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Hauki Margeirssyni, dags. 11.01.2021.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Arnarbakka 1, 3, 6, 7 og 8 og Grænabakka 2, 4, 6 og 8.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Balar 9-11, umsókn um byggingaráform.

Erindi frá Skemman Vatneyri ehf, dags. 12.01.2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 251,8m2 parhúsi við Bala 9-11(hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af H.S.Á. Teiknistofu, dags. 8.1.2021, Vegna formgalla á framkvæmd fyrri grenndarkynningar og athugasemd vegna þessa er ákveðið að grenndarkynna framkvæmdina aftur.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Brunnum 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, og 22 Bölum 4,6, 17, 19, 21 og 23 og Aðalstræti 87A og 89.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Balar 13-15, umsókn um byggingaráform.

Erindi frá Skemman Vatneyri ehf, dags. 12.01.2021. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 251,8m2 parhúsi við Bala 13-15(hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af H.S.Á. Teiknistofu, dags. 8.1.2021, Vegna formgalla á framkvæmd fyrri grenndarkynningar og athugasemd vegna þessa er ákveðið að grenndarkynna framkvæmdina aftur.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Brunnum 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, og 22 Bölum 4,6, 17, 19, 21 og 23 og Aðalstræti 87A og 89.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Þá er einnig lögð fram til kynningar umsögn Veðurstofu Íslands um frumathugunina.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu

Lögð fram til kynningar tillaga Skipulagsstofnunar um viðbætur við landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem birt voru á heimasíðu stofnunarinnar í nóvember 2020. Þá er einnig lögð fram til kynningar umsögn bæjarráðs um tillöguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30