Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

Málsnúmer 2004019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir beiðni Kristínar Ósk Matthíasdóttur um deiliskipulag. Meðfylgjandi beiðni er tillaga að deiliskipulagi, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Umrætt svæði er innan friðlands Vatnsfjarðar skv. auglýsingu nr. 96/1975 en þar kemur fram að mannvirkjagerð og jarðrask og hvers konar breytingar á landi séu háðar leyfi Umhverfisstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir beiðnina og tillögu að deiliskipulagi með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum til auglýsingar skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem er í vinnslu.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram beiðni Kristínar Óskar Matthíasdóttur frá 14. apríl 2020 um deiliskipulag. Meðfylgjandi beiðni er tillaga að deiliskipulagi, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Umrætt svæði er innan friðlands Vatnsfjarðar skv. auglýsingu nr. 96/1975, en þar kemur fram að mannvirkjagerð og jarðrask og hvers konar breytingar á landi séu háðar leyfi Umhverfisstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir beiðnina og tillögu að deiliskipulagi með framlögðum breytingum frá skipulags- og umhverfisráði í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.
9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn lóð 1, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 25. febrúar 2020 og endurskoðað 9. júní 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.
14. júlí 2020 – Bæjarráð

Tekið fyrir deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn lóð 1, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 25. febrúar 2020 og endurskoðað 9. júní 2020. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 74. fundi sínum 9. júlí 2020.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.
15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.
7. desember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 1.12.2020.

Samþykkt að endurauglýsa deiliskipulag skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.
9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. desember 2020 um breytingu á deiliskipulag fyrir Seftjörn, lóð 1 í Vatnsfirði, þar sem gerðar eru athugasemdir um umfang uppbyggingar og starfseminnar skv. deiliskipulaginu, þar sem það endurspegli ekki umhverfismat áætlunarinnar, lagfæra þurfi þann efnisgalla á tillögunni.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt að endurauglýsa deiliskipulag skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.
14. janúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir endurbætt tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, lagfærð 11 janúar 2021. Fyrir liggur einnig umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 8. janúar 2021 en tekið hefur verið tillit til allra athugasemda í endurbættri tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. janúar 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir endurbætt tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, lagfærð 11. janúar 2021. Fyrir liggur einnig umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 8. janúar 2021, en tekið hefur verið tillit til allra athugasemda í endurbættri tillögu að deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 80. fundi sínum 14. janúar 2021 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu hennar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir að nýju tillaga að deilskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, dagsett 25. febrúar 2020 breytt 11. janúar 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir að nýju tillaga að deilskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, dags. 25. febrúar 2020, breytt 11. janúar 2021.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.