Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #104

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. mars 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn skipulagsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Formaður bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 6 málsnr. 2303020 - Brjánslækur, umsókn um stofnun lóðar. Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Sigtún 4, umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Margréti Brynjólfsdóttur, dags. 13. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám utan við bílskúr að Sigtúni 4, Patreksfirði. Gámurinn er ætlaður sem aðstaða í tengslum við framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á húsinu að Sigtúni 4.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða.

    Málsnúmer 2302061

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Strandgata 13. Fyrirspurn varðandi klæðningu

    Erindi frá Einhamar ehf og Yxnhamar ehf, dags. 17. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um leyfi til að klæða húsið að Strandgötu 13, Patreksfirði að utan með bárujárni. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni, dags. 8. febrúar 2023.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin.

      Málsnúmer 2205033 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Arnarlax við Patrekshöfn, umsókn um samþykki byggingaráforma.

      Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

        Málsnúmer 2303008 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.

        Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.

        Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:

        Strandgata 14A:885m2
        Strandgata 14C:969m2
        Strandgata 14D:1593m2

        Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.

        Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, og leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.

          Málsnúmer 2303007 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Strandgata 9 - umsókn um lóð

          Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur, dags. 5 febrúar 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Strandgötu 9, Patreksfirði. ´

          Lóðin er skv. deiliskipulagi 256 m2 og ætluð undir einbýli/tvíbýli.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

            Málsnúmer 2302032 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Brjánslækur, umsókn um stofnun lóðar.

            Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

            Erindi frá Ríkiseignum, dags. 7. mars 2023. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Brjánslækjar, L139787. Ný lóð ber heitið Brjánslækur 3 og er 1125m2.

            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

            Jóhann Pétur Ágústsson kom aftur inn á fundinn.

              Málsnúmer 2303020 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10