Hoppa yfir valmynd

Velferðarráð #12

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 11. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:30

  Fundargerð ritaði
  • Arnheiður Jónsdóttir Félagsmálastjóri

  Almenn erindi

  1. Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

  Tekið fyrir bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp þar sem samtökin hvetja stjórnendur sveitarféalga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks. Almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
  Bréfið lagt fram til kynningar.

   Málsnúmer 1612024

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Úrskurðarhefnd velferðarmála varðar mál Sigríðar Guðbjartsdóttur

   Lagur var fram úrskuður Úrskurðarnefndar Velferðarmála vegna máls S.G.
   Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Vesturbyggð hafi sett reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og hafnað viðkomandi um akstur samkvæmt þeim reglur og staðfestir úrskurðanefndin þá ákvörðun Velferðarráðsins.
   Úrskurðarnefndi beinir því til sveitarfélagsins að haga málsmeðferð sinni vegna umsókna framvegis innan eðlilegs tímaramma en nefndin setur út að hvað það dróst að svara umsækjanda samkvæmt gildandi reglum. Tekur Velferðarráðið það til sín.

    Málsnúmer 1611021

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

    Velferðarráð leggur til að Bæjarstjórn / sveitastjórn samþykki framlagðar reglur um sérstakan húsnæðistuðning sem sveitarfélaginu er skylt að setja sér samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og vísar þeim til afgreiðslu Bæjarstjórnar Vesturbyggðar og Sveitastjórnar Tálknafjararhrepps.

     Málsnúmer 1701010 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Til kynningar

     4. Jón Kr. Ólafsson - minningargjöf.

     Lagt fram bréf dags 23.nóvember 2016 frá Joni Kr Ólafssyni á Bíldudal þar sem tilkynnt er um málverkagjöf til Vesturbyggðar sem minningargjöf um þrjá látna vini Jóns frá Bíldudal. Höfundru málversins er Harrý Rúnar Sigurjónsson.
     Velferðarnefndin tekur undir þakkir Bæjarráðs. Málverkinu verður fundin góður staður í húsnæði Læks félagsstarfi aldraðra á Bíldudal og mun félagsmálastjóri taka á móti því með formlegum hætti

      Málsnúmer 1612025 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30