Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #393

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. mars 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Einar Helgason (EH) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 393. fundar
miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Anna Vilborg Rúnarsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað vegna ófærðar.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

    Málsnúmer 2209029 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Reglur um kosningu í heimastjórn

    Lagðar fyrir reglur um kosningu í heimastjórnir.

    Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar staðfesti reglur um íbúakosningu í heimastjórnir á 5. fundi sínum 4. mars sl. og vísaði reglunum áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps til staðfestingar. Á 631. sveitarstjórnarfundi Tálknafjarðarhrepps var samþykkt að fresta afgreiðslu reglnanna svo að yfirkjörstjórn fengi tækifæri til að veita umsögn um reglurnar áður en þær yrðu afgreiddar. Á fundi yfirkjörstjórnar kom fram sú tillaga að gerðar yrðu þær breytingar á reglunum að kosningaraldurinn yrði miðaður við 16 ára aldur, líkt og íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar haustið 2023. Reglurnar eru því lagðar fram með þeirri breytingu að kosningaaldur í íbúakosningum til heimastjórna verði 16 ár, þrátt fyrir að kjörgengi miðist við 18 ára aldur.

    Til máls tóku: Varaforseti, SSS, GE og bæjarstjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir framangreinda tillögu. Bæjarstjórn leggur áherslu á vandaða kynningu og fræðslu á fyrirkomulagi íbúakosninga um heimastjórnir enda í fyrsta skipti sem kosið er í heimastjórnir í hinu sameinaða sveitarfélaga. Áhersla skal lögð á fræðslu til yngstu kjósendanna um fyrirkomulag kosninganna. Bæjarstjórn vísar reglunum til kynningar í ungmennaráði Vesturbyggðar.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2403001 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Hafnarbakki 12, Patreksfirði - umsóknir um lóð.

      Á 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs voru teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls bárust 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

      Hlemmavideo ehf.
      Oddur Þór Rúnarsson
      Guðbjartur Gísli Egilsson
      Eskiberg ehf.
      Héðinn Hákonarson

      Skipulags- og umhverfisráð bókaði að dregið yrðu um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fengi lóðina úthlutaða.

      Á 978. fundi bæjarráðs var útdráttur um hver fyrrgreindra umsækjenda fengju lóðina úthlutaða. Héðinn Hákonarson var dreginn úr hópi umsækjenda. Bæjarráð samþykkti að lóðinni yrði úthlutað til Héðins Hákonarsonar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

      Einar Helgason vék af fundi

      Til máls tók: Varaforseti

      Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Héðni Hákonarsyni byggingarlóðinni að Hafnarbakka 12, Patreksfirði.

      Einar Helgason kom aftur inn á fundinn.

        Málsnúmer 2402025 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

        Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna samnings við Brunavarnir Suðurnesja um eldvarnareftirlit á árinu 2024. Kostnaðurinn við samninginn eru 3.750.000 og tekjur á móti uppá 938.000 sem er hlutur Tálknafjarðarhrepps í samningnum. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps.
        Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

        Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 53.794 þúsund í A huta og verður 50.982 þúsund. Í A og B hluta lækkar úr 113.607 þúsund í 110.795 þúsund.
        Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 25.146 þúsund í 22.334 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 99.409 þúsund í 96.597 þúsund.

        Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 979. fundi sínum þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjartjórnar til staðfestingar.

        Til máls tók: Varaforseti og bæjarstjóri.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukanna samhljóða.

          Málsnúmer 2402036 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

          Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Krosseyrar, deiliskipulags fyrir heilsusetur, dagsett í janúar 2023. Málið var áður á dagskrá á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. maí 2022. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022 en ekki náðist að klára afgreiðsluna á deiliskipulaginu þar sem ekki lá fyrir fornleifaskráning fyrir svæðið. Fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Náttúrfræðistofnun Íslands sem og fornleifaskráning fyrir svæðið.

          Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

          Til máls tók: Varaorseti

          Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 2205020 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Mjólkárlína 2 - Bíldudalsvogur.

            Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breytingin gengur út á lagfæringu á legu Mjólkárlínu 2. Gerð er breyting á sveitarfélagsuppdrætti sem og á þéttbýlisuppdrætti fyrir Bíldudal. Gerðar eru breytingar á landtökustað við Haganes og einnig litlar tilfæringar á legu strengsins að iðnaðarsvæðinun við Hól.

            Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 til samræmis við erindið.

            Að mati skipulags- og umhverfisráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

            Til máls tók: Varaforseti

            Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og tekur undir með skipulags- og umhverfisráði að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

            Samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 2401085 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.

              Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi ofanflóðvarnargarða ofan Urða og Mýra og byggðar neðan þeirra. Breytingin var grenndarkynnt frá 18. janúar til 15. febrúar 2024. Fyrir liggur umsögn bæjarráðs Vesturbyggðar, Veðurstofu Íslands sem og athugasemdir frá íbúum er bárust á kynningartímanum. Í umsögn Veðurstofunnar er mælt með því að húsið verði styrkt samkvæmt reglum um ástreymisþrýsting. Athugasemdir frá íbúum snéru að skerðingu útsýnis, bílastæðum í götunni, smíðaverkstæði og akstursstefnu.

              Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að áformin skerði útsýni frá Urðargötu 23 minna en gildandi deiliskipulag gerði ráð fyrir með tveimur byggingarreitum.

              Ráðið tekur undir áhyggjur íbúa varðandi bílastæðaskort í götunni og leggur til við bæjarstjórn að bílastæði á milli Urðargötu 22 og Urðargötu 26 verði stækkað. Þá leggur ráðið til við lóðarhafa að gert verð ráð fyrir bílastæði innan lóðar á milli Urðargötu 21 og Urðargötu 19. Jafnframt er lagt til að skoðaður verði sá möguleiki að gatan verði gerð að einstefnugötu við vinnslu á umferðarreglum innan þéttbýlis í Vesturbyggð.

              Ekki verði heimilt að reka atvinnustarfsemi í bílskúr hússins sem merkt er smíðaverkstæði á teikningu. Reksturs smíðaverkstæðis samræmist ekki gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið.

              Skipulags- og umhverfisráð telur sér ekki fært að setja kvaðir umfram gildandi hættumatsreglugerð nr. 505/2000 og tillögu að hættumati eftir ofanflóðavarnir en vekur athygli lóðarhafa á umsögn og tilmælum Veðurstofu Íslands.

              Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 116. fundi sínum við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Til máls tók: Varaforseti

              Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 2401013 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Deiliskipulag Skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal.

                Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir skóla, íþrótta- og þjónustusvæði á Bíldudal. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina lóð fyrir nýjan grunn- og leikskóla á Bíldudal ásamt því að búa til heildstætt skóla-, íþrótta- og þjónustusvæði.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna með þeirri breytingu að gegnumakstur að Hafnarbraut 9 í gegnum skólalóðina verði felldur út.

                Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Til máls tók: Varaforseti.

                Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 2403020 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Bjarkargata 14. Umsókn um lóð.

                  Erindi frá Keran S. Ólasyni dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Bjarkargötu 14, Patreksfirði. Lóðin er 1507m2 athafnalóð með nýtingarhlutfall 0,3.

                  Skipulags- og umhverfisráð lagði á 116. fundi sínum til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

                  Maggý Hjördís Keransdóttir vék af fundi.

                  Til máls tók: Varaforseti

                  Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Keran S. Ólasyni byggingarlóðinni að Bjarkargötu 14.

                  Samþykkt samhljóða.

                  Maggý Hjördís Keransdóttir kom aftur inná fundinn.

                    Málsnúmer 2209031 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Bjarkargata 10 og 12. Umsókn um lóð.

                    Erindi frá Odd Þór Rúnarssyni, dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðirnar Bjarkargötu 10-12, Patreksfirði. Bjarkargata 10 er 724m2 athafnalóð, Bjarkargata 12 er 349m2 athafnalóð, lóðirnar báðar eru með nýtingarhlutfall 0,3. Sótt er um að fá að sameina lóðirnar og byggja eitt hús á sameinaðri lóð með nýtingarhlutfall 0,3.

                    Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að úthlutunin verði samþykkt og lóðirnar sameinaðar í eina. Skipulags- og umhverfisráð telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

                    Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

                    Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Oddi Þ. Rúnarssyni byggingarlóðunum að Bjarkargötu 10 og 12 og að lóðirnar verði sameinaðar í eina. Bæjarstjórn telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

                    Samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 2403019 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Endurskoðun á Reglum Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

                      Á 116. fundi skipulags- og umhverfisráðs var lögð til breyting á Reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á fundinum voru lögð fram til samþykktar drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á eftir 2. mgr 2.gr kemur eftirfarandi texti nýr inn:

                      Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er bæjarstjórn heimilt í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarverkefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila, þar sem kveðið er á um nýtingu og afmörkun lóðar, byggingahraða og tryggingu fyrir greiðslu gatnagerðargjalda. Einnig sé heimilt í þeim tilvikum að tryggja þurfi sveitarfélagi eða öðrum opinberum aðilum byggingarrétt að úthluta lóðum án auglýsingar.

                      Skipulags- og umhverfisráð samþykkti drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

                      Til máls tóku: Forseti

                      Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir breytingu á reglunum í samræmi við tillögu Skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra að undirrita þær og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

                      Samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 2402060 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fundargerð

                        12. Bæjarráð - 978

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 978. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 27. febrúar 2024. Fundargerð er í 17 liðum.

                        Til máls tók: Varaforseti.

                        Málsnúmer 2402003F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        13. Bæjarráð - 979


                        14. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 5

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 4. mars 2024. Fundargerð er í 6 liðum.

                        Til máls tók: Varaforseti

                        Málsnúmer 2403001F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        15. Fræðslu- og æskulýðsráð - 92

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 92. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 11. mars 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

                        Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

                        Málsnúmer 2403003F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        16. Skipulags og umhverfisráð - 116


                        17. Hafna- og atvinnumálaráð - 58

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 58. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 14. mars 2024. Fundargerð er í 3 liðum.

                        Til máls tók: Varaforseti.

                        Málsnúmer 2403005F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        18. Menningar- og ferðamálaráð - 32

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 8. febrúar 2024. Fundargerð er í 6 liðum.

                        Til máls tók: Varaforseti.

                        Málsnúmer 2401003F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        19. Velferðarráð - 49

                        Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 25. janúar 2024. Fundargerð er í 6 liðum.

                        Til máls tók: Varaforseti.

                        Málsnúmer 2311003F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00