Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #773

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. ágúst 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Ískalk beiðni um umsögn

    Lagt fram bréf dags. 4. júlí frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
    Í ljósi þess að ekki er fyrirhugað að auka heildarefnisnám telur bæjarráð að umrædd framkvæmd sé ekki frekar háð mati á umhverfisáhrifum í dag en á árinu 2003 m.t.t. efnisnáms. Bæjarráð leggur þó áherslu á að verksmiðjan starfi innan þess leyfis- og lagaramma sem um starfsemi fyrirtækisins gildir.

      Málsnúmer 1607009 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Samningur um sorphirðu

      Lagt fram bréf dags. 28. júlí sl. ásamt fylgiskjölum frá Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra til Gámaþjónustu Vestfjarða ehf varðandi samning um sorphreinsun fyrir lögaðila o.fl. í dreifbýli Vesturbyggðar. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
      Bæjarráð felur Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra og Elfari St. Karlssyni, forstm. tæknideildar að vinna áfram að málinu.

        Málsnúmer 1504007 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Samgöngur innan svæðis

        Lagt fram minnisblað ódags. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar varðandi samgöngur innan svæðis Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Gerður B. Sveinsdóttir sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
        Bæjarráð felur Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

          Málsnúmer 1605066 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fjárhagsáætlun 2017.

          Lögð fram áætlun um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
          Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

            Málsnúmer 1608011 15

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

            Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, janúar-júní.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1603003 12

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Blúshátíð umsókn um styrk.

              Lagt fram bréf dags. 27. júlí sl. frá Páli Haukssyni með beini um styrk til tónleikahalds á hátíðinni "Blús milli fjalls og fjöru."
              Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur afnotum af húsnæði og hljóðkerfi félagsheimilisins á Patreksfirði.

                Málsnúmer 1608003

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Landsbanki - peningaafgreiðsla á Bíldudal.

                Rætt um aðstöðu fyrir peningaafgreiðslu Landsbankans á Bíldudal samkvæmt erindi frá fyrirtækinu.
                Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga. Jafntframt óskar bæjarráð að Landsbankinn fjarlagi bilaðan hraðbanka úr andyri íþróttamiðstöðvarinnar Byltu á Bíldudal þar sem ekki eru áform uppi að laga eða endurnýja hraðbankann.

                  Málsnúmer 1608012

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. HeilVest neysluvatnssýni Pf.og Bd.

                  Lagt fram bréf dags. 19. júlí sl. ásamt fylgigögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða varðandi töku sýna af neysluvatni Patreksfirðinga og Bíldælinga. Sýnin stóðust gæðakröfur.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1608001

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    9. Íbúðalánasjóður kynnir lög um stofnframlög ríkisins til íbúðarkaupa eða bygginga á almennum íbúðum

                    Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 13. júlí sl. frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1608005

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00