Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #812

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. október 2017 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2018.

    Lagðar fram tillögur forstöðumanna að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forstöðumennina á fundi með ráðinu 17. til 19. október nk.

      Málsnúmer 1708020 20

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Akstur barna í Vesturbyggð - úthlutunarreglur styrkja.

      Rætt um akstur leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar og frá Ketildölum til Bíldudals.
      Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

        Málsnúmer 1705076 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Svæðisskipulagnefnd Dalabyggðar, Reyhólahrepps og Strandabyggðar - svæðisskipulagstillaga.

        Lagður fram tölvupóstur dags. 27. september sl. frá svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar með ósk um umsókn um svæðiskipulagstillögu.
        Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

          Málsnúmer 1710013 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - styrkveitingar 2018.

          Lagður fram tölvupóstur dags. 28. september sl. frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða varðandi styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 2018.
          Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrki á árinu 2018.

            Málsnúmer 1710014

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Patreksfjarðarprestakall - styrkur fyrir fermingarbörn Patreksfjarðarprestakall

            Lagður fram tölvupóstur dags. 20. september sl. frá séra Elínu Salóme Guðmundsdóttur settum sóknarpresti Patreksfjarðarprestakalls með beiðni um styrk vegna árlegrar ferðar fermingarbarna í Vesturbyggð í Vatnaskóg.
            Bæjarráð samþykkir ferðastyrk að upphæð 110.000 kr. eða 10.000 kr. fyrir hvert fermingarbarn. Bókist á kostnaðarlykilinn 05089-9990.

              Málsnúmer 1709022

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Neytendasamtökin - Beiðni um styrkveitingu

              Lagt fram bréf dags. 14. september sl. frá Neytendasamtökunum með beiðni um styrkveitingu til reksturs samtakanna.
              Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

                Málsnúmer 1710009

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Björn Þorvarðarson - Lestarleikurinn - umsókn um styrk

                Lagður fram tölvupóstur dags. 13. september sl. frá Birni Þorvarðarsyni með beiðni um styrk vegna þróunar á smáforritinu Lestrarhesturinn.
                Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

                  Málsnúmer 1709014

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Aron Ingi Guðmundsson - hugmynd af menningartengdri starfsemi.

                  Mætt til viðræðna við bæjarráð Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia fulltrúar frá Húsið-Merkissteinn, og Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um möglulega nýtingu verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.
                  Bæjarráð tekur vel í erindið og fagnar framtakinu. Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar og atvinnu- og menningarráðs.

                    Málsnúmer 1710003 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Þjóðskrá Íslands - Alþingiskosningar 2018, kjörskrá.

                    Lögð fram kjörskrá Vesturbyggðar fyrir Alþingiskosningar laugardaginn 28. október 2017 ásamt fylgigögnum.
                    Bæjarráð vísar kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 2017 til bæjarstjórnar.

                      Málsnúmer 1710021 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      10. Náttúrustofa Vestfjarða - fundargerð stjórnar nr. 104.

                      Lögð fram fundargerð 104. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 18. september sl.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1710012 3

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Framkvæmdasýsla ríkisins - Snjóflóðavarnir Patreksfirði - Klif - Skilamat

                        Lagt fram bréf dags. 14. september sl. frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem tilkynnt er um útgáfu á skilamati vegna snjóflóðaframkvæmda Patreksfirði, Klif.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1709021

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Skipulagsstofnun - ofanflóðavarnir á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.

                          Lagt fram bréf dags. 7. september sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn að tillögu að matsáætlun ofanflóðaframkvæmda á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.
                          Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

                            Málsnúmer 1710020 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:04