Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #830

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. mars 2018 og hófst hann kl. 09:00

  Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

  Almenn erindi

  1. Slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar - brunavarnaráætlun Vesturbyggðar.

  Lögð fram drög að brunavarnaráætlun fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp.
  Bæjarráð vísar drögunum til skipulags- og umhverfisráðs.

   Málsnúmer 1803037

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Vinabæjarsamstarf.

   Lagt fram bréf frá sveitarfélaginu NordFyn dags. 9. mars sl. þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið segi sig úr vinabæjarsamstarfi fimm sveitarfélaga á Norðurlöndum eða Nordfyn, Vesturbyggðar, Svelvik, Vadstena og Naantali.
   Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja Vesturbyggð úr vinabæjarsamstarfinu og þakkar bæjarráð samstarfið og vináttu í gegnum árin.

    Málsnúmer 1603084 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Travel West/Westfjords Adventures - rekstur upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði.

    Lagt fram bréf dags. 7. mars sl. frá Westfjords Adventures með ósk um framlengingu á samningi við fyrirtækið um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði á tímabilinu 15. maí til 15. september 2018.
    Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að semja við Westfjords Adventures.

     Málsnúmer 1803020

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Forstöðumaður tæknideildar - bifreiðakostur áhaldahúss og vatnsveitu.

     Lagt fram bréf dags. 6. mars sl. ásamt fylgigögnum frá Elfari St. Karlssyni, forstm. tæknideildar með ósk um að bifreið áhaldahússins á Patreksfirði Toyota Hilux ZP886 verði seld en þess í stað verði ný bifreið keypt fyrir starfsmann veitna Vesturbyggðar.
     Bæjarráð samþykkir kaup á bifreið fyrir vatns- og fráveitu Vesturbyggðar og boðar forstm.tæknideildar á næsta fund bæjarráðs til viðræðna um rekstur áhaldahúsa og veitna Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1803013 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Patreksskóli - umsókn um styrk vegna Skólahreysti 2018.

      Lagt fram bréf dags. 9. mars sl. frá forsvarsmönnum keppenda Patreksskóla í skólahreysti 2018 og foreldra þeirra með beiðni um 90.000 kr. styrk vegna ferðar stuðningsliðs sem farin verður 20.-21. mars nk.
      Bæjarráð samþykkir erindið og bókist styrkurinn á bókhaldslykilinn 04089-9990. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og æskulýðsráðs til að móta reglur um skóla- og menningarferðalög nemenda grunnskóla Vesturbyggðar.

       Málsnúmer 1803025

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir stjórnar.

       Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 17. nóvember 2017, 15. desember 2017 og 18. janúar 2018.
       Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerast stofnaðili að Vestfjarðastofu.

        Málsnúmer 1803044

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Refa- og minkaveiðar 2018.

        Lagt fram yfirlit kostnaðar við refa- og minkaveiðum á árinu 2017.
        Bæjarráð vísar refa og minkaveiðum 2018 til atvinnu- og menningarráðs.

         Málsnúmer 1803045

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         8. Vesturbyggð - lagning ljósleiðara á Barðaströnd.

         Lagt fram minnisblað dags. 9. mars sl. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar og Davíðs R. Gunnarssonar, starfsmann Vesturbyggðar um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd og tillögu um verðskrá fyrir íbúa með fasta búsetu og fyrirtæki með heilsársstarfsemi, 250.000 kr. heimtaugargjald en sumarbústaðir og aðrir, sem ekki fá styrki frá Fjarskiptasjóði, 350.000 kr. heimtaugagjald þó með þeim fyrirvara að heimtaugin sé ekki lengri en fjórir kílómetrar.
         Bæjarráð samþykkir tillöguna.

          Málsnúmer 1803046 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          9. Allsherjar- og mennamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um Þjóskrá Íslands.

          Lagt fram tölvubréf dags. 12. mars sl. frá allherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.
          Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1803036

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           10. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja).

           Lagt fram tölvubréf dags. 12. mars sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál.
           Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1803034

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            11. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - þingsályktun um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga.

            Lagt fram tölvubréf dags. 8. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktunartillögu um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.
            Lagt fram til kynningar.

             Málsnúmer 1803023

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             12. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - þingsályktun um aðgengi að stafrænum smiðjum.

             Lagt fram tölvubréf dags. 6. mars sl. frá allherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.
             Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1803019

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              13. Velferðarnefnd Alþingis - frumvarp laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum).

              Lagt fram tölvubréf dags. 6. mars sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.
              Lagt fram til kynningar.

               Málsnúmer 1803018

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - þingsályktun um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.

               Lagt fram tölvubréf dags. 15. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis með beiðni um umsögn um þingsályktunartillögu um hagkvæmisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 169. mál.
               Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1803039

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20