Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #831

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. apríl 2018 og hófst hann kl. 09:00

  Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

  Almenn erindi

  1. Fræðslumál á Barðaströnd

  Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um fyrirkomulag aksturs leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar skólaárið 2018-2019.
  Bæjarráð felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í samráði við fræðslustjóra að undirbúa útboð á akstri leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar skólaárið 2018-2019.

   Málsnúmer 1803008 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Íþróttafulltrúi - framtíðaráform

   Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um stöðu íþróttafulltrúa HHF á sunnanverðum Vestfjörðum.
   Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í samráði við Tálknafjarðarhrepp að undirbúa færslu stöðu íþróttafulltrúa undir sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum.

    Málsnúmer 1802024 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Forstöðumaður tæknideildar - bifreiðakostur áhaldahúss og vatnsveitu.

    Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar
    um rekstur áhaldahúsa og veitna Vesturbyggðar.

     Málsnúmer 1803013 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

     Lögð fram tillaga að breytingu gjaldskrár Þjónustumiðstöðva á útleigu áhalda og gjaldskrár gistingar fyrir hópa í skólahúsnæðinu að Birkimel, Krossholti. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
     Rætt um framkvæmdir komandi sumars.
     Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu gjaldskrár Þjónustumiðstöðva á útleigu áhalda og gjaldskrá gistingar fyrir hópa í skólahúsnæðinu að Birkimel, Krossholti.

      Málsnúmer 1804001 10

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Sagna, samtök um barnamenningu - styrkbeiðni.

      Lagt fram tölvubréf dags. 19. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá félaginu Sagna, samtök um barnamenningu með beiðni um styrk í tengslum við lestrarhvetjandi verkefni á landsvísu og verðlaunahátíð barna sem haldin verður 22. apríl nk.
      Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra til umsagnar.

       Málsnúmer 1803048

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Skipulagsstofnun - beiðni um umsögn, staðsetning eldissvæða Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði.

       Lagt fram bréf dags. 23. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á staðsetningu eldissvæða Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði .
       Vegna nálægðar við íbúabyggð óskar bæjarráð eftir að hugað verði að hávaðamengun frá vinnusvæðinu utan dagvinnustunda.
       Bæjarráð minnir á mikilvægi þess að eftirlitsstofnanir verði með starfsstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum.

        Málsnúmer 1803049

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        7. Strandveiðifélagið Krókur - stuðningur við þingskjal 611 - 429. mál.

        Lagt fram bréf dags. 27. mars sl. frá Strandveiðifélaginu Króki varðandi þingskjal 611, 429. mál, um fyrirkomulag strandveiða við Ísland.
        Bæjarráð tekur undir stuðning Strandveiðifélagsins Króks við nýtt fyrirkomulag strandveiða við Ísland og vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs.

         Málsnúmer 1803050

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00