Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #879

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. september 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
 • Magnús Jónsson (MJ)
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Starfsáætlun bæjarráðs haustið 2019

Lögð fram starfsáætlun bæjarráðs fyrir haustið 2019.

  Málsnúmer 1909037

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2020

  Lagt fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem farið er yfir helstu þætti vinnu við fjárhagsáætlunar 2020.

  Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2020 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi I.

  Settur verður upp ábendingahnappur á heimasíðu Vesturbyggðar þar sem íbúum gefst kostur á að senda inn tillögur að verkefnum í tengslum við vinnu fjárhagsáætlunar 2020.

   Málsnúmer 1904046 18

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

   Formaður bæjarráðs lagði til að unnið verði átta mánaða uppgjör í samstarfi við KPMG og það kynnt í kjölfarið. Uppgjörið ætti að liggja fyrir um mánaðarmótin september/október. Kostnaðurinn við uppgjörið er um 300 þúsund og verður vinnan við það nýtt við endurskoðun fyrir árið 2019.
   Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1903162 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Sala eigna 2019

    Bæjarstjóri fór yfir stöðu á sölumeðferð eigna í eigu Vesturbyggðar og Fasteigna Vesturbyggðar.

    Bæjarráð leggur til að óskað verði heimildar Ofanflóðasjóðs til að selja fasteignir að Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal. Þá leggur bæjarráð einnig til að íbúð að Stekkum 13 á Patrekfirði verði auglýst til sölu.

     Málsnúmer 1905005

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Bygging sundlaugar á Bíldudal, áskorun frá bæjarbúum.

     Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal. Bæjarráð þakkar áskorunina og vísar henni til umræðna í bæjarstjórn.

      Málsnúmer 1909040 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Lás ehf. Reikningar vegna gatnagerðar, Járnhóll.

      Lagt fram tilboð Lás ehf. dags. 23. ágúst 2019 um afslátt af reikningum vegna gatnagerðar við Járnhól.
      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara á grundvelli umræðna á fundinum.

       Málsnúmer 1906041 6

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Framtíð Breiðafjarðar, erindi

       Bréf frá Breiðafjarðarnefnd dags. 5. september sl. lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1909035 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Auglýsing á starfsleyfi Arctic Sea í Patreks- og Tálknafirði

        Auglýsing á starfsleyfi Arctic Sea í Patreks- og Tálknafirði lagt fram til kynningar.

         Málsnúmer 1906053

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Áskorun vegna hamfarahlýnunar

         Áskorun dags. 20. ágúst sl. til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1909004

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Fundargerð nr. 873 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

          Fundargerð 873 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

           Málsnúmer 1909016

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

           Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sjávarútvegsfélaga lögð fram til kynningar.

            Málsnúmer 1909028 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Minningardagur um fórnarlömb umhverfisslysa

            Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðaslysa sem fyrirhugaður er 17. nóvember nk.

             Málsnúmer 1909014

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:02