Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. september 2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu
- Magnús Jónsson (MJ)
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Starfsáætlun bæjarráðs haustið 2019
2. Fjárhagsáætlun 2020
Lagt fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem farið er yfir helstu þætti vinnu við fjárhagsáætlunar 2020.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2020 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi I.
Settur verður upp ábendingahnappur á heimasíðu Vesturbyggðar þar sem íbúum gefst kostur á að senda inn tillögur að verkefnum í tengslum við vinnu fjárhagsáætlunar 2020.
3. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.
Formaður bæjarráðs lagði til að unnið verði átta mánaða uppgjör í samstarfi við KPMG og það kynnt í kjölfarið. Uppgjörið ætti að liggja fyrir um mánaðarmótin september/október. Kostnaðurinn við uppgjörið er um 300 þúsund og verður vinnan við það nýtt við endurskoðun fyrir árið 2019.
Samþykkt samhljóða.
4. Sala eigna 2019
Bæjarstjóri fór yfir stöðu á sölumeðferð eigna í eigu Vesturbyggðar og Fasteigna Vesturbyggðar.
Bæjarráð leggur til að óskað verði heimildar Ofanflóðasjóðs til að selja fasteignir að Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal. Þá leggur bæjarráð einnig til að íbúð að Stekkum 13 á Patrekfirði verði auglýst til sölu.
5. Bygging sundlaugar á Bíldudal, áskorun frá bæjarbúum.
Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal. Bæjarráð þakkar áskorunina og vísar henni til umræðna í bæjarstjórn.
Til kynningar
7. Framtíð Breiðafjarðar, erindi
8. Auglýsing á starfsleyfi Arctic Sea í Patreks- og Tálknafirði
9. Áskorun vegna hamfarahlýnunar
Áskorun dags. 20. ágúst sl. til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands frá Samtökum grænkera á Íslandi lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð nr. 873 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
11. Fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:02