Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #912

Fundur haldinn í fjarfundi, 6. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Þátttaka í stafrænu teymi sveitarfélaga

Lagt fram erindi frá Jóni Páli Hreinssyni fulltrúa í stafrænu ráði sveitarfélaga, dags. 21. desember 2020 vegna stofnunar miðlægs tækniteymis sambands íslenskra sveitarfélaga, sem muni sinna innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum. Tillaga er að hlutur Vesturbyggðar við þátttökuna á árinu 2021, séu 337.789 kr. og taka mið af íbúafjölda.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Lagður fram samningur heilbrigðisráðuneytisins og Vesturbyggðar við Framkvæmdasýslu ríkisins, um umsjón með frumathugun vegna möguleika þess að endurnýja hjúkrunarrými við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði, aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra, dagvistunarpláss og þjónustuíbúðir. Samkvæmt samningnum er greiðsluhlutfall Vesturbyggðar 17%.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun hans.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsagnarbeiðni vegna Hótel Breiðavík

Lagt fram bréf, dags. 22. desember 2020 frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um umsókn Kerans S. Ólasonar, f.h. Hótels Breiðavíkur, um leyfi til að reka gisitstað í flokki IV. Sótt er um leyfi fyrir 120 gesti.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins fyrir Hótel Breiðavík. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samning við Terra eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi hótelsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tillaga að viðauka við landsskipulagsstefnu

Lögð fram drög að tillögu Skipulagsstofnunar um viðbætur við landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem birt voru á heimasíðu stofnunarinnar í nóvember 2020.

Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn um viðbæturnar í samræmi við umræður á fundinum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Lás ehf. Reikningar vegna gatnagerðar, Járnhóll.

Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir stöðu mála vegna reikninga fyrir byggingaleyfis- og gatnagerðagjöldum á lóðum við Járnhól í Bíldudal, sem úthlutað hefur verið til Lás ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Leigufélagið Bríet - uppbygging íbúða á Patreksfirði

Lagt fram bréf frá Sigurpáli Hermannssyni, dags. 29. desember 2020, þar sem gerðar eru athugasemdir við stuttan umsóknafrest skv. auglýsingu frá Leigufélaginu Bríeti og Vesturbyggð, þar sem auglýst var eftir byggingaraðilum til að byggja hagkvæmar íbúðir á Patreksfirði. Umbeðin gögn og hugmyndir hafi ekki verið raunhæft að vinna á einni viku.

Bæjarráð tekur undir athugasemdir þess efnis að fresturinn var of stuttur og felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samráði við Leigufélagið Bríeti, þannig að allir þeir sem hafi áhuga og hugmyndir að byggingu hagkvæmra íbúða á Patreksfirði geti sótt um.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sameining sveitarfélaga - könnun á hagkvæmni

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að unnin verði greining og könnun þess efnis hver sé hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar við Tálknafjarðahrepp og að bæjarstjóra verði falið að sækja um styrk til jöfnunarsjóðs sem nýttur yrði til þess að vinna slíka könnun.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Óbyggðanefnd - Tilkynning um meðferð óbyggðanefndar á svonefndu svæði 10C, Barðastrandarsýslum

Lagður fram til kynningar úrskurður Óbyggðanefndar í þjóðlendumálum í Barðastrandarsýslum, dags. 22. desember 2020 í málum 1-4/2020. Niðurstöður nefndarinnar eru að hluti Þingmannaheiðar og Hvannahlíð í Þorskafirði séu þjóðlendur. Jafnframt var Hvannahlíð úrskurðuð í afréttareign íslenska ríkisins. Aftur á móti hafnaði óbyggðanefnd kröfum íslenska ríkisins um að Bæjarbjarg, landsvæði í Vatnsfirði og Kjálkafirði, Skálmardalsheiði og Þingmannaheiði að öðru leyti væru þjóðlendur.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19

Lagt fram til kynningar bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. desmber 2020 þar sem kynnt er bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 7. desmeber 2020, með tillögum til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid-19.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Mál nr. 354 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 17. desember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Mál nr. 356 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 17. desember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála,356. mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Mál nr. 355 um Barna- og fjölskyldustofu. Ósk um umsögn

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 17. desember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355.mál.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 30., 31. og 32. fundar stjórnar Vestfjarðastofu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05