Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #926

Fundur haldinn í fjarfundi, 16. ágúst 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir formaður

Almenn erindi

1. Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Lögð fyrir opnunarskýrsla tilboða fyrir sorphirðu fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Í verkið bárust þrjú tilboð. Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar fór yfir tilboðin með bæjarráði.

Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - Blús milli fjalls og fjöru FHP

Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgigögnum dags. 4. ágúst 2021 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda blústónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar 3. september nk.

Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins með þeim fyrirvara að gildandi sóttvarnarreglur heimili viðburðinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Engjar 2. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings.

Erindi frá Sonju Ísafold Eliason, dags. 7.júlí 2021. Í erindinu er óskað eftir gerð lóðarleigusamnings fyrir Engjar 2, Patreksfirði. Erindinu fylgir lóðablað, dags. 26. apríl 2017.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Tilkynning til Vesturbyggðar - ósk um álit vegna lokunar Siglunesvegar nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja.

Lagt fram bréf dags. 1. júní 2021 frá Gísla Gunnari Marteinssyni vegna fyrirhugaðarar lokunar á Siglunesvegni nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja. Í erindinu er óskað eftir áliti Vesturbyggðar á því að veginum verði lokað þar sem ekki liggi fyrir hver er veghaldari eftir að Vegagerðin sagði sig frá veginum og því ekki ljóst hver ber ábyrgð á viðhaldi.

Bæjarráð vísaði málinu áfram á 923. fundi sínum til skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 87. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarráð að beiðni verði send til Vegagerðarinnar um að Siglunesvegur nr.611 verði aftur flokkaður sem héraðsvegur eða landsvegur, en á svæðinu er ýmiss atvinnustarfsemi svo sem heyskapur, skógrækt og aðgengi að vinsælum útivistarsvæðum og gönguleiðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðina í samræmi við bókun skipulags og umhverfisráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Sviðsmyndagreining fyrir mögulega þróun Breiðafjarðar

Lagður fyrir til kynningar töluvpóstur dags. 6. ágúst 2021 frá Umhverfisráðuneytinu þar sem farið er yfir í minnisblaði forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun. Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri byggðaþróunar hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga kom inná fundinn og fór með bæjarráði. Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi Vesturbyggðar í Breiðafjarðarnefnd sat fundinn undir liðnum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Mál nr. DMR20080058 - um greiðslu kostnaðar vegna fyrirhugaðra kostninga til Alþingis

Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 12.08.2021 þar sem farið er yfir greiðslu kostnaðar vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00