Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #931

Fundur haldinn í fjarfundi, 23. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Tímabundin heimild til að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga rafrænt

Lögð fram auglýsing nr. 1273/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt tölvupósti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 16. nóvember 2021. Með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf. Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 31. janúar 2022.

Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Ritun fundargerða skal í þeim tilfellum fara fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og 3 ára áætlun 2023-2025.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 ásamt 3 ára áætlun 2023-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. nóvember nk.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2022 - gjaldskrár Vesturbyggðar

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2022.

Gjaldastuðlar á árinu 2022 eru eftirfarandi:

Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%

Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða og fjárhagsáætlun 2022

Lögð fram fundargerð 135. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem fram fór 21. október 2021 ásamt fjárhagsáætlun eftirlitsins fyrir árið 2022. Tvær fjárhagsáætlanir liggja fyrir annars vegar vegna rekstur heilbrigðiseftirlitsins og fyrir átaksverkefni við lóðahreinsanir.

Framlag Vesturbyggðar nemur fyrir árið 2022, 8.085.726 kr. til reksturs heilbrigðiseftirlitsins. Þá er lagt til að hlutur Vesturbyggðar í átaksverkefni við lóðahreinsanir verði 1.175.179 kr. á árinu 2022.

Bæjarráð vísar framlagi til reksturs heilbrigðiseftirlits til umræðu við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Vesturbyggðar. Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum og kynningu á átaksverkefni við lóðahreinsanir áður en tekin er afstaða til framlagsins skv. fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Skólastefna Vesturbyggðar

Rætt um endurskoðun skólastefnu Vesturbyggðar og tillögu að verklagi Ásgarðs við endurskoðunina.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og leggur áherslu á að gætt verði að heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna við endurskoðunina. Bæjarráð vísar tillögunni áfram til Fræðslu- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir því að ráðið tilnefni einn fulltrúa í stýrihóp um verkefnið.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. FAB LAB á Patreksfirði

Lögð fram drög að samningi vegna starfsemi Fab Lab smiðju á Patreksfirði. Samkvæmt samningum er Fab Lab smiðjunni ætlað að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og starfrænum framleiðsluaðferðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fab Lab smiðjunni er ætlað að auka áhuga á verk- og tæknigreinum í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Lagt fram bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásasrhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.

Vesturbyggð hafði til hliðsjónar við undirbúning útboðs á sorphirðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu fyrr á árinu, frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, sem varð að lögum nr. 103/2021. Nýafstaðið útboð tók því mið af þeim breytingum sem taka munu gildi 1. janúar 2023. Samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2022 hefur staðið yfir endurskoðun á samþykkt um um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð og gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Vesturbyggð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Lokun milli jóla og nýárs á leikskólum Vesturbyggðar

Lagt fyrir erindi frá skólastjórum í Vesturbyggð þar sem óskað er eftir því við bæjarstjórn Vesturbyggðar að skólarnir verði lokaðir á milli jóla og nýárs.

Bæjarráð felst ekki á beiðni um lokun milli jóla og nýárs en felur sviðsstjóra fjölskyldusvið í samráði við skólastjórnendur að útfæra mönnun í skólunum í samræmi við þörf fyrir þjónustuna.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Innleiðing heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Lögð fram verkfærakista um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem ætluð er að vera sveitarfélögum til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum. Þá fór bæjarstjóri yfir vinnustofu um innleiðingu heimsmarkmiðanna sem fór fram 5. nóvember sl. á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni

Lagt fram erindi dags. 18. október 2021 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Erindið var rætt á 18. fundi menningar- og ferðamálaráðs 9. nóvember 2021, þar sem bókað var að brýn nauðsyn væri á salernisaðstöðu á ferðamannastöðum til að tryggja jákvæða upplifun ferðafólks af svæðinu og vísaði erindinu til bæjarráðs til umfjöllunar.

Bæjarráð telur sveitarfélagið ekki geta tekið að sér rekstur salernisins, undanfarin ár hefur verið unnið að því að hætta rekstri salerna á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Uppbyggingaverkefni Bjarg íbúðafélag

Lagt fram bréf verkalýðsfélags Vestfirðinga dags. 5. nóvember 2021 þar sem bæjarráð Vesturbyggðar er hvatt til að hefja samtal við leigufélagið Bjarg um uppbyggingu á hagkvæmu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Bjarg íbúðafélag.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir veitingastað - Albína

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 11. nóvember 2021 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Albína89 ehf. um rekstrarleyfi til veisluþjónustu og veitingaverslunar (flokkur 2) að Aðalstræti 89 á Patreksfirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við sorphirðuverktaka um söfnun og förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - jólahlaðborð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 19. nóvember 2021 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Vegamót Bíldudal ehf. um tímabundið áfengisleyfi í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal 4. desember 2021.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Stækkun kirkjugarðsins á Bíldudal

Lagt fram erindi frá sóknarnefnd Bíldudalssóknar, dags. 20. október 2021, í erindinu er farið þess á leit við Vesturbyggð að útvegað verði land til stækkunar á kirkjugarðinum á Bíldudal sem skv. bréfritara er nú þegar orðinn of lítill og verkefnið orðið aðkallandi. Stækkun á kirkjugarðinum til NV er í samræmi við aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og vísaði málinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við landeigendur Litlu-Eyrar um aukið svæði fyrir kirkjugarð Bíldudalssóknar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við landeigendur um aukið svæði fyrir kirkjugarð Bíldudalssóknar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

15. Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

Lagt fram bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021 þar sem kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga er boðin þátttaka í námskeiðinu Loftlagsnvernd í verki. Námskeiðið felur í sér valdeflandi ferli fyrir hvern sem er til þess að fræðast um loftlagsmál og finna leiðir sem henta til að draga úr kolefnisspori og hvetja aðra til dáða. Námskeiðið tekur 6 vikur og samanstendur af stuttum hópafundum og gagnvirkri þátttöku.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald

Lagt fram til kynningar svarbréf Vesturbyggðar dags. 17. nóvember 2021 við fyrirspurn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um gjaldskrá vatnsveitu Vesturbyggðar. Einnig lögð fram til kynningar fylgigögn bréfsins, útreikningur og fimm ára áætlanir vatnsveitu í Vesturbyggð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Starfsleyfi Vatnsveita Patreksfirði

Lagt fram til kynningar starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir vatnsveitu Patreksfirði dags. 21. október 2021. Starfsleyfið gildir til 21. október 2033.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Starfsleyfi Vatnsveita Bíldudal

Lagt fram til kynningar starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir vatnsveitu Bíldudals dags. 21. október 2021. Starfsleyfið gildir til 21. október 2033.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Umsókn um starfsleyfi Félagsheimii Bíldudal

Lagt fram til kynningar starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Baldurshaga á Bíldudal, dags. 21. október 2021. Starfsleyfið gildir til 21. október 2033.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Umsókn um starfsleyfi félagsheimili Birkimel

Lagt fram til kynningar starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Birkimel á Barðaströnd, dags. 21. október 2021. Starfsleyfið gildir til 21. október 2033.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21. Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum 2021

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra dags. 20. október 2021 vegna minningardags Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa, sem haldinn var hátíðlegur 21. nóvember 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Lagt fram til kynningar bréf sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. nóvember 2021, þar sem vakin er athygli á ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. Þar er skorað á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun og skilgreindir verði tekjustofnar sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla að lokum fæðingarorlofs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23. Fundargerð nr. 901 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24. Fundargerð nr, 902 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 902. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


25. Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskjalasafns Íslands dags. 16. nóvember 2021 um skýrslu um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar til Þjóðskjalasafns.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:28