Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #935

Fundur haldinn í fjarfundi, 25. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Strandveiðar 2022 - Skerðing á strandveiðikvóta um 1.500 tonn.

Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs og mótmælir skerðingu aflaheimilda til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári um 1.500 tonn. Strandveiðar hafa farið vaxandi innan Vesturbyggðar og var Patrekshöfn aflahæsta strandveiðihöfn landsins á síðasta fiskveiðiári. Strandveiðar eru því mikilvægur burðarás í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum og hefur skerðingin víðtæk áhrif, á íbúa, verslanir og þjónustuaðila.Skorað er á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoða skerðinguna og tryggja 48 daga til strandveiða ár hvert.

  Málsnúmer 2201026 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

  Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt minnisblöðum byggingafulltrúa og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna. Annars vegar vegna verkefnisins verndarsvæði í byggð, fyrir liggur að fara þarf í fornleyfaskráningu, er áætlaður kostnaður 4,6 milljónir. Kostnaðinum er mætt með styrk frá Minjastofnun uppá 10,6 milljónir en hluti styrksins er vegna kostnaður sem féll á verkið á fyrri stigum verksins. Hins vegar er um fjárfestingarakostnað vegna kaupa og ísetningar lyftu í ráðhús Vesturbyggðar. Kostnaður vegna lyftunnar eru 6,8 milljónir og fékkst styrkur frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 2,9 milljónir á móti kostnaðinum.

  Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstða A hluta batnar um 6 milljónir og verður 76,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta batnar um 6 milljónir og verður 50,1 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 50 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 2,2 milljónir og verður 63,7 milljónir.

  Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Málsnúmer 2201042 13

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Viðauki við samning um skólaakstur breyting á akstursgjaldi

   Lagður fram viðauki við samning um skólaakstur í Vesturbyggð. Núverandi bifreið sem sinnir skólaakstri fyrir leik- og grunnskólabörn á Barðaströnd er orðin of lítil vegna þeirrar jákvæðu þróunar að börnum hefur fjölgað verulega á Barðaströnd sem sækja skólaþjónustu á Patreksfirði. Viðaukinn verður hluti af samningi við núverandi rekstraraðila sem undirritaður var 17. ágúst 2018. Í viðaukanum er kveðið á um hækkun á hvern ekinn kílómeter í samræmi við stækkun bifreiðarinnar.

   Bæjarráð staðfestir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Málsnúmer 2112020 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Skólastefna Vesturbyggðar

    Vegna endurskoðunar skólastefnu Vesturbyggðar eru eftirtaldir aðilar skipaðir í stýrihóp sem starfa mun með Ásgarði sem mun halda utan um vinnu við endurskoðun stefnunnar.

    - Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
    - Friðbjörg Matthíasdóttir
    - Davíð Valgeirsson

    Stýrihópnum er ætlað að endurskoða skólastefnuna, forgangsraða helstu viðfangsefnum, móta leiðir, móta aðgerðaráætlun og fræðslu um innleiðingu skólastefnunnar með gæðaviðmiðum um innra mat og mælanlegum markmiðum. Þá verði við endurskoðunina litið til innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúum í stýrihópnum er greitt fyrir fundi hópsins með sama hætti og nefndarfundi. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs skulu starfa með hópnum.

     Málsnúmer 2109039 8

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Stefnumótun í ferðaþjónustu

     Lögð fram drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar. Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir stefnuna.

     Bæjarráð felur Menningar- og ferðamálafulltrúa að uppfæra tölulegar upplýsingar í stefnunni og gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Í kjölfarið verði stefnumótunin birt á heimasíðu Vesturbyggðar og óskað eftir ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum.

      Málsnúmer 2002068 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða C.01.

      Rætt um möguleg verkefni sem Vesturbyggð gerir tillögu um til stjórnar Vestfjarðastofu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn tillögur til Vestfjarðastofu sem fallið geti undir C.01. í byggðaáætlun í samræmi við áherslur sóknaráætlunar Vestfjarða.

       Málsnúmer 2201041

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Tilkynning til Vesturbyggðar - ósk um álit vegna lokunar Siglunesvegar nr. 611 fyrir almennri umferð ökutækja.

       Lagt fyrir svar Vegagerðarinnar dags. 24. janúar 2022 við fyrirspurn Vesturbyggðar varðandi Siglunesveg nr. 611.

       Bæjarráð felur Bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

        Málsnúmer 2106013 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        9. Innviðir á Krossholtum

        Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar við bréfi sveitarfélagsins varðandi öryggi vegfarenda við Barðastrandarveg við Krossholt, dags. 20. janúar 2022.

         Málsnúmer 2112004 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Til kynningar

         8. Mál nr. 181 um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.) Ósk um umsögn

         Lagt fyrir til kynningar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

          Málsnúmer 2201039 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Tryggingar Vesturbyggðar

          Lögð fyrir skýrsla dags. 10. janúar 2022, vegna verðkönnunar í tryggingar fyrir Vesturbyggð. Á 917. fundi bæjarráðs þann 23. mars 2021 var tekin ákvörðun um að láta gera verðkönnun og kanna hvort þörf væri á breytingum.
          Vátryggingafélag Ísland kom best út úr verðkönnuninni og er Vátrygginafélagið það tryggingafélag sem sveitarfélagið hefur verið í viðskiptum við. Verða því ekki gerðar breytingar á tryggingafélagi að svo stöddu.

           Málsnúmer 2103031 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Fundargerð nr. 905 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

           Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. janúar 2022.

            Málsnúmer 2201028

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

            Lögð fram til kynningar fundargerð 198. fundar Breiðafjarðarnefndar 14. desember 2021.

             Málsnúmer 2103012 7

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Reikningsskil sveitarfélaga - breyting á reglugerð 1212-2015

             Lagt fram til kynningar leiðbeiningar reikningsskila- og upplýsinganefndar frá desember 2021 ásamt bréfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11. október 2021 vegna breytinga á reglugerð vegna reikningsskila sveitarfélaga nr. 1212/2015.

              Málsnúmer 2102072 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg

              Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar samstarfshóps vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg 18. janúar 2022.

               Málsnúmer 2112014 3

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15