Hoppa yfir valmynd

Formlegar sameiningaviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Málsnúmer 2302039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. febrúar 2023 – Bæjarráð

Á fundi verkefnastjórnar um óformlegar sameiningaviðræðnur Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem haldinn var 1. febrúar sl. var samþykkt samhljóða að vísa tillögu um að hefja formlegar sameiningaviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar til sveitarstjórna sveitarfélaganna. Verði tillagan samþykkt er óskað eftir því að hvort sveitarfélag tilnefni þrjá sveitarstjórnarfulltrúa í samstarfsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að skipa sex fulltrúa í samstarfsnefnd, þ.e. þrír frá hvoru sveitarfélagi, sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Stefnt skuli að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í maí næstkomandi með það fyrir augum að formleg kynning tillögunnar hefjist í ágúst og að kjördagur verði fyrir lok árs 2023. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Tillaga þessi er lögð fram í kjölfar óformlegra viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi fulltrúa Vesturbyggðar til setu í samstarfsnefndinni.
15. febrúar 2023 – Bæjarstjórn

Á fundi verkefnastjórnar um óformlegar sameiningaviðræðnur Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem haldinn var 1. febrúar sl. var samþykkt samhljóða að vísa tillögu um að hefja formlegar sameiningaviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar til sveitarstjórna sveitarfélaganna. Verði tillagan samþykkt er óskað eftir því að hvort sveitarfélag tilnefni þrjá sveitarstjórnarfulltrúa í samstarfsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna.

Stefnt skuli að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í maí næstkomandi með það fyrir augum að formleg kynning tillögunnar hefjist í ágúst og að kjördagur verði fyrir lok árs 2023. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Tillagan er lögð fram í kjölfar óformlegra viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð Vesturbyggðar tók málið fyrir á 956. fundi sínum þar sem lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja að skipa sex fulltrúa í samstarfsnefnd, þ.e. þrír frá hvoru sveitarfélagi, sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð lagði til að bæjarstjórn skipi fulltrúa Vesturbyggðar til setu í samstarfsnefndinni.

Til máls tóku: Forseti, ÁS og ÞSÓ.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og tilnefnir Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, Jón Árnason og Guðrúnu Eggertsdóttur sem fulltrúa Vesturbyggðar í samstarfsnefndina.

Samþykkt samhljóða.
13. júní 2023 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. og 7. fundar samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, sem haldnir voru 24 maí og 31. maí 2023.