Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #972

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. nóvember 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Samtal við forsvarsmenn Arctic Fish

Stein Ove framkvæmdastjóri Arctic Fish kom inná fundinn að beiðni bæjarráðs og fór yfir málefni sem snúa að Arctic Fish, og þau vandamál sem komið hafa upp í sjókvíaeldi fyrirtækisins síðustu mánuði.

Bæjarráð leggur áherslu á að allir verkferlar fiskeldisfyrirtækja séu vandaðir, þeir séu í samræmi við lög og reglugerðir og farið eftir þeim. Skaðinn sem slysasleppingin sem átti sér stað Patreksfirði hefur haft neikvæð áhrif á samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og leggur bæjarráð áherslu á að íbúar verði upplýstir um hvað fyrirtækið ætlar að gera til að koma í veg fyrir að atburðir sem slíkir endurtaki sig.

Bæjaráð leggur áherslu á að Arctic Fish vinni með sjálfbærni í forgangi í sátt við umhverfið og samfélagið. Bæjarráð leggur áherslu á að Arctic Fish bæti samskipti sín og upplýsingagjöf til stjórnenda sveitarfélagsins og íbúa svæðisins.

    Málsnúmer 2311041

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

    Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og 3 ára áætlun 2025-2027.

    Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 ásamt 3 ára áætlun 2025-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 15. nóvember nk.

      Málsnúmer 2306021 11

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár

      Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024.

      Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
      Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
      Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
      Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,28%
      Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
      Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,28%
      Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
      Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
      Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%

      Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

        Málsnúmer 2311039 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

        Lagt fram til umræðu minnisblað bæjarstjóra, dags. 10. nóvember 2023, vegna áforma um hýsingu félagsstarf aldraðra í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði.

        Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að uppbygging hjúkrunarrýma í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Hins vegar sér sveitarfélagið ekki hag í því að flytja félagsstarf aldraðra í heilbrigðisstofnunina að svo stöddu.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn Vesturbotns ehf. um möguleika Vesturbotns ehf. á að koma að endurbótum á húsnæði félagsstarfsins í Selinu og bílskúr Selsins til að hægt sé að nýta hann undir vinnuaðstöðu fyrir eldri borgara.

          Málsnúmer 2004011 16

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Upplýsingastefna Vesturbyggðar - Endurskoðun

          Lögð fyrir endurskoðuð upplýsingastefna Vesturbyggðar.

          Bæjarráð samþykkir framlagða upplýsingastefnu fyrir Vesturbyggð og felur bæjarstjóra að birta upplýsingastefnuna á heimasíðu sveitarfélagsins.

            Málsnúmer 2308008 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi

            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 1. nóvember sl. með ósk um umsögn um skýrslu um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um skýrsluna inn á samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests sem er 15. nóvember nk.

              Málsnúmer 2311016 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Stefnur vegna ógreiddra aflagjalda - fiskeldi

              Niðurstaða á dómi í máli Vesturbyggðar gegn Arnarlax ehf. lögð fram til kynningar.

              Bæjarráð felur bæjarstjóra að áfrýja dómnum til Landsréttar fyrir hönd Vesturbyggðar.

                Málsnúmer 2009014

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

                Lögð fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023.

                  Málsnúmer 2306039 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 47 um grunnskóla (kristinfræðikennsla).

                  Lagður fram tölvupóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 26. október sl.með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008 (kristinfræðikennsla).

                    Málsnúmer 2310057

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162-2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár,hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillaskrár

                    Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti dags. 2. nóvember sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillafélagaskrár.

                      Málsnúmer 2311011

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Til samráðs - Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030

                      Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 2. nóvember sl. með ósk um umsögn um fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030.

                        Málsnúmer 2311012 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til samráðs - Breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi).

                        Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dagsettur 01.nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi).

                          Málsnúmer 2311013

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Til samráðs -Breyting á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (stafræn málsmeðferð)

                          Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dagsettur 01.nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (stafræn málsmeðferð).

                            Málsnúmer 2311017

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Til samráðs - Frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (hreinorku- og tengiltvinnbifreiða).

                            Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytingu dags. 06. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (hreinorku- og tengiltvinnbifreiða).

                              Málsnúmer 2311030

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Til samráðs - Breytingar á skipulagslögum nr. 1232010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir).

                              Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 6. nóvember sl. með ósk um umsögn um breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir).

                                Málsnúmer 2311031

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Til samráðs - Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

                                Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 7. nóvember sl með ósk um umsögn um áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.

                                  Málsnúmer 2311032

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Til samráðs - Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

                                  Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 8. nóvember sl. með ósk um umsögn um reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.

                                    Málsnúmer 2311034

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023

                                    Lagt fram til kynningar yfirlit yfir seldar gistinætur í Vesturbyggð sumarið 2023.

                                      Málsnúmer 2301002 4

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. Til samráðs - Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

                                      Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 9. nóvember sl. með ósk um umsögn um landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

                                        Málsnúmer 2311036

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        20. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

                                        Lögð fram til kynnningar 935. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                                          Málsnúmer 2301036 13

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          21. Til samráðs -Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.

                                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 25. október sl. með ósk um umsókn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.

                                            Málsnúmer 2310054

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            22. Til samráðs - breyting reglugerð nr. 796-1999 um varnir gegn mengun vatns

                                            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 25. október sl. með ósk um umsögn um breytingu á reglugerð nr. 796-1999 um varnir gegn mengun vatns.

                                              Málsnúmer 2310055

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              23. Til samráðs - Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74-2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða (útvíkkun á gildissviði stuðnings).

                                              Langur fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 02.nóvember 2023 með ósk um umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða (útvíkkun á gildissviði stuðnings).

                                                Málsnúmer 2311010

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                24. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 802002 (endurgreiðslur)

                                                Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 01. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (endurgreiðslur).

                                                  Málsnúmer 2311015

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  25. Til samráðs - Áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 1292009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29199Á

                                                  Langur fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 06. nóvember sl. með ósk um umsögn um áform um breytingu á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta nr. 129/2009 og lögum um vörugjald á ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/199Á

                                                    Málsnúmer 2311029

                                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                    26. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

                                                    Lögð fram til kynningar fundargerð 9. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 9. nóv 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.
                                                    Í fundargerð er tillaga um gjaldskrárhækkun gámasvæða.
                                                    Skv. sorpsamþykkt Vesturbyggðar skal skv. 12gr. gjald innheimt skv. gjaldskrá sem sett er í samræmi við lög nr.55/2003 um meðhöndlun úrgangs og laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
                                                    Sveitarfélagið skal birta gjaldskrá í B-deild Stjórnartíðinda.

                                                      Málsnúmer 2203080 9

                                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:59