Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #309

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 308

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1703008F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 799

      Fundargerðin er í 19. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, GBS, ÁS og forseti.
      3.tölul. Innviðauppbygging í Vesturbyggð. Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í innviðagreiningu og staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu sem og greiningu á þjónustuþörf o.fl. miðað við mögulega fjölgun íbúa og ennfremur að horft verði samhliða til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Leitað verði til ATVEST og atvinnuvega-ráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins um samstarf um verkefnið. Kostnaði við verkefnið er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

      8.tölul. Svæðisskipulag Vestfjarða. Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í svæðisskipulagi Vestfjarða og skipar þá Ásgeir Sveinsson og Magnús Jónsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisskipulagsnefndina.

      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1704004F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerð

        3. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 13

        Fundargerðin er í 3. töluliðum.
        Til máls tóku: ÁS, NÁJ og forseti.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1704005F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Atvinnu og menningarráð - 14

          Fundargerðin er í 1. tölulið.
          Til máls tóku: GBS, bæjarstjóri, forseti, ÁS, HT og NÁJ.
          1.tölul. Umsókn um athafnalóð við Eyrargötu. Bæjarstjórn vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1704006F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fræðslu og æskulýðsráð - 32

            Fundargerðin er í 14. töluliðum.
            Til máls tóku: GBS, HT, forseti, bæjarstjóri og ÁS.
            7.tölul. Staða skólastjóra leikskóla Vesturbyggðar. Bæjarstjórn þakkar Helgu Bjarnadóttur, leikskólastjóra, sem lætur af störfum 1. maí nk., áralangt og farsælt starf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni farsældar í framtíðinni.

            8.tölul. Áætlun um kurlað dekkjagúmmí á leik- og íþróttavöllum. Bæjarstjórn vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1702009F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarstjórn - 151

              Fundargerðin er í 9. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, ÁS og GÆÁ.
              4.tölul. Umsókn um athafnalóð við Eyrargötu. Bæjarstjórn vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1704008F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Almenn erindi

                7. Ársreikningur 2016.

                Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2016 ásamt sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins.
                Til máls tóku: Skrifstofustjóri, forseti, ÁS og bæjarstjóri.
                Bæjarstjórn lagði fram bókun: „Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2016 er mun betri en fjárhagsáætlun ársins 2016 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 99,7 millj. kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri skatttekjum. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður er hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2016. Skuldahlutfall í árslok 2016 var 119% ívið hærra en í árslok 2015 er það var 115%. Í árslok 2014 var skuldahlutfallið 110% og 136% í árslok 2013. Íbúum hefur fjölgað um 1,8% á milli ára.“

                Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                ?Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 99,7 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 119% í árslok 2016. Þetta hlutfall var 115% í árslok 2015.
                ?Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 191 millj.kr. hærri í árslok 2016 en í árslok 2015.
                ?Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2016 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.314 millj. kr. samanborið við 1.199 millj. kr. á árinu 2015. Hækkun tekna milli ára nemur því 115 millj. kr.
                ?Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2016 1.159 millj. kr. en voru 1.157 millj. kr. á árinu 2015. Hækkun frá fyrra ári 2 millj. kr.
                ?Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 34 millj.kr. á árinu 2016 en var neikvæð um 30 millj. kr. á árinu 2015.
                ?Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana er jákvæð og í heild sinni var hún jákvæð um 66 millj. kr.
                ?Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2016 námu 55 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 51 millj. kr. árið 2015.
                ?Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 169 millj. kr. á árinu 2016 samanborið við 66 millj. kr. á árinu 2015. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 164 millj. kr. á árinu 2016 samanborið við handbært fé frá rekstri 105 millj. kr. á árinu 2015.
                ?Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (fjárfestingar umfram söluverð seldra eigna) á árinu 2016 í A og B-hluta námu 244 millj. kr. samanborið við 156 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2015.
                ?Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 116 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 79 millj. kr. árið áður.
                ?Handbært fé hækkaði um 36 millj. kr. á árinu og nam það 80 millj. kr. í árslok 2016.“
                Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2016.

                  Málsnúmer 1704003 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:18