Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #330

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. janúar 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofustjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 330. fundar miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Varaforseti bæjarstjórnar María Ósk Óskarsdóttir í fjarveru forseta setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri sat fundinn í síma.

Í upphafi fundar var tekin fyrir formleg beiðni Halldórs Traustasonar um lausn frá störfum í bæjarstjórn sem varamaður skv. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sbr. 23. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum.

Bæjastjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða beiðnina og veitir Halldóri lausn úr bæjarstjórn sem varamaður til loka kjörtímabilsins. Bæjarstjórn þakkar Halldóri samstarfið á kjörtímabilinu.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að Esther Gunnarsdóttir næsti maður á lista sjálfstæðismanna og óháðra taki sæti Halldórs frá 16. janúar 2019 og út kjörtímabilið.
Tillagan er samþykkt samhljóma.

Fundargerðir til staðfestingar

1. Bæjarráð - 860

Fundargerðin er í 27 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, GE, MJ, RH og FM.

Liður 5, málsnr. 1812013. Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir bókun bæjarráðs þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga fari með umboð sveitarfélagsins í komandi kjaraviðræðum.
Samþykkt samhljóða.

Liður 9, málsnr. 1805024. Lagt fram samkomulag dags. 17. des sl. þar sem Vesturbyggð og Gámaþjónusta Vestfjarða gera með sér samkomulag um áframhaldandi þjónustu til 31. ágúst 2020 á meðan unnið verður að útboði á sorphirðu í Vesturbyggð. Bæjarstjórn staðfestir samkomulagið.
Samþykkt samhljóða.

Liður 10, málsnr. 1901015. Lagt fram bréf dags. 8. janúar 2019 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2019 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 170 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2019 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu. Bæjarstjórn samþykkir lántökuna.
Jafnframt er Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1901001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

2. Hafna- og atvinnumálaráð - 4

Fundargerðin er í 10 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti,FM,GE,MJ,ÞSÓ JG og RH.

Liður 1, málsnr. 1810030. Lagðar voru fram tillögur frá hafna- og atvinnumálaráði um sérreglur fyrir Vesturbyggð um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019:
ÞSÓ leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um frest til atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins.
Samþykkt samhljóða

Liður 2, málsnr. 1811001. Gerð var grein fyrir athugasemdum frá Íslenska kalkþörungafélaginu sem bárust eftir fund ráðsins. Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins og vísar því til hafna- og atvinnumálaráðs til frekari skoðunar og vinnslu samkomulags við Íslenska Kalkþörungafélagið.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1812001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Skipulags og umhverfisráð - 55

Fundargerðin er í 6 töluliðum.
Til máls tók: Forseti.

Liður 1, málsnr. 1811081. Tekið fyrir erindi Kjartans Árnasonar fh. Jóns Bjarnasonar og Höllu Hjartardóttur, dagsett 10.10.2018. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar í Arnarfirði. Meðfylgjandi er lagfærður uppdráttur og greinargerð dagsett 10.10.2018. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýrri stíflu Hvestustíflu 2 og nýju stöðvarhúsi. Stíflan verður 25 m löng og hæsti punktur hennar verður í 18 m.y.s. Byggingarreitur stöðvarhúss verður 50 m2. Uppsett afl virkjunar verður allt að 195 kW.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 3, málsnr. 1809028. Bæjarstjórn heimilar að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og að heimilað verði að gera deiliskipulag af svæðinu með vísan í svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn skipulagsfulltrúa um málsmeðferð sem barst með tölvupósti. Ennfremur er bent á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu fyrr en skipulagsmál eru frágengin og því allar framkvæmdir við viðbyggingu óheimilar.
Samþykkt samhljóða.

Liður 4, málsnr. 1812023. Erindi frá Fannari Gíslasyni f.h. Vegagerðarinnar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 80m sjóvörn í Kollsvík framan við fornminjar í landi Láganúps. Um 1100m3 af grjóti úr vegskeringu verður notað í vörnina. Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeiganda. Umsókninni fylgja yfirlitsuppdráttur sem og afstöðumynd.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.

Liður 5, málsnr. 1901003. Erindi frá Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Landform ehf. f.h. Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um stofnun 3,97ha lóðar úr landi Fremri-Hvestu neðan Andahvilftar. Erindinu fylgir lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar með sex greiddum atkvæðum JG situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Liður 6, málsnr. 1809041. Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni dags. 5. júlí 2018. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Haga(L139802) vegna fjarskiptamasturs fyrir Neyðarlínuna sem fyrirhugað er að reisa við Hagavaðal.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1901002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fasteignir Vesturbyggðar - 69

Fundargerðin er í 5 töluliðum.
Til máls tók: Forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1811016F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fræðslu og æskulýðsráð - 47

Fundargerðin er í 3 tölulið.
Til máls tóku: Forseti og GE.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1812007F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fræðslu og æskulýðsráð - 48

Fundargerðin er í 5 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og GE.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1901004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Velferðarráð - 23

Fundargerðin er í 1 tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1901003F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:57