Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #344

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. janúar 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 344. fundar miðvikudaginn 15. janúar kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn. Friðbjörg Matthíasdóttir óskar eftir því að fá að sitja fundinn í fjarfundi og er það borið upp til samþykktar. Það er samþykkt samhljóða. Forseti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, við bætist liður 5, Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir og færast dagskrárliðir 5, 6 og 7 niður um einn dagskrárlið og verða númer 6, 7 og 8.
Samþykkt samhljóða.

Í upphafi fundar var látins heiðurborgara Vesturbyggðar Erlu Hafliðadóttur minnst með einnar mínútu þögn.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar sendir íbúum á Flateyri og Suðureyri hlýjar kveðjur vegna snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gær.
Það er áminning um hinn ógurlega kraft sem náttúruöflin búa yfir þegar fréttir af snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði bárust seint í gærkvöldi.
Hugur okkar allra í Vesturbyggð er hjá nágrönnum okkar í norðri sem hafa staðið í ströngu síðasta sólarhringinn og eru enn að.

Almenn erindi

1. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

Vegna þeirra samgöngutruflana sem orðið hafa síðustu vikur í því erfiða tíðafari sem nú hefur gengið yfir þá vill bæjarstjórn Vesturbyggðar ítreka mikilvægi þess að tryggð séu fullnægjandi framlög til Vegagerðarinnar til að sinna vetrarþjónustu innan sem og utan svæðis. Þá sé Vegagerðinni einnig tryggð framlög fyrir fullnægjandi búnað og tæki til að sinna nauðsynlegri vetrarþjónustu, hvort sem er vegna moksturs eða hálkuvarna. Það er þeirri atvinnustarfsemi sem fer fram á sunnanverðum Vestfjörðum sem og íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nauðsynlegt að samgöngur innan svæðis sem og utan þess séu tryggðar eftir fremsta megni. Þá minnir bæjarstjórn Vesturbyggðar á mikilvægt hlutverk Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í tíðafari sem þessu þegar m.a. Klettsháls er lokaður. Hefur Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur í samvinnu við Vegagerðina unnið að því að fjölga ferðum með Baldri, til að bregðast við þeim miklu samgöngutruflunum sem orðið hafa.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, Forseti, MÓÓ, ÁS og FM.

    Málsnúmer 2001016 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

    Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020. Úthlutun sem fellur í hlut Vesturbyggðar skv. bréfinu er eftirfarandi:

    Bíldudalur 73 þorksígildislestir
    Brjánslækur 15 þorskígildislestir
    Patreksfjörður 0 þorskígildislestir

    Bréfið var tekið fyrir á 15. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, þó með sambærilegum sérreglur og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2018/2019.

    Til máls tóku: Forseti, MJ, Bæjarstjóri og MÓÓ

    Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.

      Málsnúmer 1910171 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Breyting (3.) á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

      Lögð fram til fyrri umræðu skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. breyting á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014. Með breytingunni er kveðið á um að skipulags- og umhverfisráð taki fullnaðarákvörðun skv. 3. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um matskyldu framkvæmdar í flokki C. skv. 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum í þeim tilvikum þar sem sveitarfélagið sjálft er framkvæmdaraðili. Tilgangur breytingarinnar er að samræma samþykkt um stjórn Vesturbyggðar við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem breytt var með lögum nr. 96/2019 og öðluðust gildi 1. september 2019.

      Bæjarstjórn samþykkir að vísa 3. breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014 til seinni umræðu í bæjarstjórn 19. febrúar 2020.

        Málsnúmer 2001005 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fasteignagjöld 2020 - styrkir vegna menningar-, björgunar-, eða íþróttastarfssemi.

        Lögð fram drög að reglum um styrki vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi í Vesturbyggð til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

        Til máls tóku: Forseti og FM.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir reglurnar.

          Málsnúmer 2001012

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

          Tekin fyrir beiðni Gísla Ægis Ágústssonar um leyfi frá störfum sem aðalmaður í Hafna- og atvinnumálaráði og varamaður í bæjarstjórn til sumarfríis bæjarstjórnar.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1905023 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerð

            6. Bæjarráð - 887


            7. Bæjarráð - 888


            8. Hafna- og atvinnumálaráð - 15


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30