Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #15

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Marteinn Þór Ásgeirsson (MÞÁ) varamaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Valdimar Bernódus Ottósson og Elfar Steinn Karlsson, hafnarstjóri sátu fundinn í síma.

Almenn mál

1. Leigusamningur. Verbúð v. Oddagötu - Sköpunarhúsið

Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum Sköpunarhússins ehf. dags. 29. nóvember 2019. Í bréfinu er tilkynnt um uppsögn á leigusamningi vegna rýmis sem félagið hafði á leigu í Verbúðinni, Patrekshöfn.

Hafna- og atvinnumálaráð vill þakka fyrir þeirra framlag til menningarmála á svæðinu og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

    Málsnúmer 1906024 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Verbúðin - útleiga.

    Lagt fram erindi Einars Ó. Sigurðssonar dags. 13. janúar 2020. Í erindinu eru kynntar hugmyndir um rekstur í verbúðinni, Patrekshöfn. Hugmyndirnar höfðu áður verið kynntar fyrir bæjarstjóra, hafnarstjóra og formanni hafna- og atvinnumálaráðs.

    Hafna- og atvinnumálaráð tekur vel í hugmyndirnar og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

      Málsnúmer 2001008 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

      Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020. Málinu var vísað til ráðsins á 888. fundi bæjarráðs 7. janúar 2019 þar sem hafna- og atvinnumálaráði er falið að koma með tillögu að sérstökum skilyrðum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.

      Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, þó með eftirfarandi breytingum:

      a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
      b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
      c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

      Með ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er magn byggðakvóta sem úthlutað er til byggðalaga innan Vesturbyggðar skert verulega á milli ára og er engum byggðakvóta úthlutað á Patreksfjörð. Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemd við þær breytingar sem gerðar voru á forsendum úthlutunarinnar milli ára þar sem starfshópur vinnur nú að endurskoðun úthlutunar byggðakvóta Þá verði ekki séð af úthlutun byggðakvótans á fiskveiðiárinu 2019/2020 að horft hafi verið til meginmarkmiða byggðakvóta, þ.e. að skapa aukna atvinnu og störf í landi og lýsir hafna- og atvinnumálaráð því yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu úhlutunarinnar.

        Málsnúmer 1910171 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Beiðni um upplýsingar vegna fyrirhugaðrar hækkunar aflagjalds.

        Lagt fram erindi frá Arnarlax hf. dags. 6. desember 2019. Í erindinu óskar Arnarlax eftir upplýsingum um afkomu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar síðastliðin 5 ár og upplýsinga um almennar forsendur gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma. Sérstaklega er óskað upplýsinga um kostnað vegna veittrar þjónustu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar við Arnarlax þannig að fyrirtækið geti lagt mat á það hvort samræmi sé á milli þeirra gjalda sem höfnin innheimtir hjá fyrirtækinu og kostnaði af veittri þjónustu við fyrirtækið.

        Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

          Málsnúmer 1912029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Mál til kynningar

          5. Samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára samgönguáætlun 2020-2024

          Lagt fram til kynningar athugasemdir sveitarfélagsins Vesturbyggðar við drög að samgönguáætlun 2020-2034 og 2020-2024 dags. 30. október 2019.

            Málsnúmer 1912012 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.

            Hafnarstjóri fór yfir breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.

              Málsnúmer 1907104 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Undanþágur frá afhendingu úrgangs og skilum - Fosnakongen

              Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar dags. 15. nóvember 2019 þar sem tilkynnt er um undanþágu frá skilum á afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifa fyrir skipið Fosnakongen.

              Veitt er undanþága frá skilum tilkynninga um úrgang og farmleifa vegna komu til Þingeyrarhafnar, Bíldudalshafnar, Patrekshafnar, Tálknafjarðarhafnar, Fáskrúðsfjarðarhafnar og Djúpsvogshafnar.

              Þá er einnig veitt undanþága frá afhendingu úrgangs vegna komu til Þingeyrarhafnar, Bíldudalshafnar, Tálknafjarðarhafnar, Fáskrúðsfjarðarhafnar og Djúpavogshafnar. Úrgangur frá skipinu skal koma á land í Patrekshöfn.

              Undanþágan er gild til 1. október 2022.

                Málsnúmer 1911111

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

                Lagt fram til kynningar greinagerð Skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019 um ákvörðun á matsskyldu vegna framleiðsluaukningar Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

                Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur að rétt sé að bíða með að veita heimild til framleiðsluaukningar á meðan frávik vegna hávaða og ryks frá núverandi starfsemi er óleyst.

                  Málsnúmer 1904035 6

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerðir til kynningar

                  9. Nr. 417 fundur stjórnar og nr. 19 fundur siglingaráðs

                  Lagt fram til kynningar fundargerð nr. 417 frá stjórn Hafnarsambands Íslands og fundargerð 19. fundar siglingaráðs.

                    Málsnúmer 1912001

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Nr. 418 fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands

                    Lagt fram til kynningar fundargerð nr. 418 frá stjórn Hafnarsambands Íslands.

                      Málsnúmer 1912049

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55