Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #348

Fundur haldinn í fjarfundi, 20. maí 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 348. fundar miðvikudaginn 20. maí kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, að við bætist liður 9 málsnr. 2005038 - Brunnar 10, Bílastæði og færast dagskrárliðir 9 - 13 niður um einn dagskrárlið og verða númer 10 - 14.
Samþykkt samhljóða.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2019

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2019.

Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 1.546 millj. kr., þar af voru 1.282 millj. kr. vegna A hluta. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 10 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 27 þúsund krónur. Rekstrarafkoman ársins 2018 var neikvæð um 96 milljónir og batnar því um 106 milljónir á milli ára.

Fjárfest var á árinu fyrir 97 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2019 uppá 130 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 150 millj. kr.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 2.551 millj. kr. í árslok 2019. Skuldir A hluta námu í árslok 2019 1.514 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.018 millj. kr. og höfðu hækkað um réttar 45 millj. kr. frá árinu 2018.

Skuldaviðmið var 105% í árslok 2019 og hafði lækkað um 4% frá árinu 2018.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 532 millj. kr. í árslok 2019 og var eiginfjárhlutfall 20,9% og er óbreytt frá árslokum 2018.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 138 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 5,7 millj. kr. en var 3,7 millj. kr. árið áður.

    Málsnúmer 2004028 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

    Teknir eru fyrir þrír viðaukar sem lagðir voru fyrir á 895. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar.

    Viðauki eitt er vegna viðbótar vegna kaupa á Slökkvibifreið, viðauki tvö er vegna sölu á flotbryggju og viðauki þrjú er vegna byggingu lokahús á Bíldudal.

    Með samþykkt viðaukanna lækkar fjárfesting í A hluta um 2,5 millj. kr. og í A og B hluta hækkar hún um 1,1 millj. kr. Gert er ráð fyrir lántöku uppá 5,5 millj. kr. Viðaukarnir hafa þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 126,5 millj. kr. í 128,5 millj. kr. rekstrarniðurstaða A hluta breystist ekki. Handbært fé í A - hluta hækkar um 8 millj. kr. og í A og B hluta hækkar handbært fé um 6,4 millj. kr.

    Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða.

      Málsnúmer 2005022 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Ráðning skólastjóra Patreksskóla

      Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar dags. 9. maí 2020, þar sem lagt er til að Ásdís Snót Guðmundsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Patreksskóla. Var fræðslu- og æskulýðsráði kynnt umsókn um stöðu skólastjóra á 62. fundi sínum 13. maí 2020 og leggur ráðið til við bæjarstjórn að gengið verði frá ráðningu Ásdísar frá og með 1. ágúst 2020.

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Ásdísi Snót Guðmundsdóttur sem skólastjóra Patreksskóla og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar færir Gústafi Gústafssyni, skólastjóra miklar þakkir fyrir hans mikilvæga og góða starf sem skólastjóri Patreksskóla.

        Málsnúmer 2005026 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

        Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í fjallskilanefnd.

        Víðir Guðbjartsson tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps í stað Rebekku Hilmarsdóttur.

        Tillagan er samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 2005004 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Samstarfs- og þjónustusamningar ásamt viðaukum 2020

          Lagður fyrir samstarfs- og þjónustusamningur ásamt viðaukum 2020 við Byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks á Vesfjörðum.

          Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, MÓÓ og GE.

          Bæjarstjórn staðfestir samninginn.

            Málsnúmer 2005020 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Umsókn um stofnframlög vegna íbúða á Bíldudal

            Lögð fyrir umsókn um stofnframlög vegna íbúða á Bíldudal. Umsóknin hafði áður verið lögð fyrir á 895. fundi bæjarráðs.

            Til máls tóku: Forseti og FM.

            Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfinu og að veita stofnframlagið ef fáist stofnframlög frá ríkinu. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

              Málsnúmer 2005023 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Strandgata 10-12, Bíldudal. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

              Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
              Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 28. apríl 2020, þ.e. Íslenska kalkþörungafélaginu, Skrímslasetrinu og sóknarnefnd Bíldudalssóknar. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Íslenska Kalkþörungafélaginu. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

              Til máls tóku: Forseti, MJ, MÓÓ, FM, GE og ÞSÓ.

              Bæjarstjórn tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs sem tók undir athugasemdir Skrímslaseturs varðandi frágang og mögulega lyktarmengun. Eins þarf að tryggja að lekavarnir og þró séu fullnægjandi svo ekki sé hætta á að meltan berist yfir á nærliggjandi svæði verði óhapp í stöðinni. Ennfremur ítrekar ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.

              Bæjarstjórn samþykkir með 6 greiddum atkvæðum að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. MÓÓ greiðir atkvæði á móti.

                Málsnúmer 2002173 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

                Erindi frá Maríu H. Maack verkefnisstjóra Náttúrustofu Vestfjarða fyrir Umhverfisvottun Vestfjarða, Earth check dags. 6. maí 2020. Erindið var tekið fyrir á 895. fundi bæjarráðs, 12. maí sl. og á 72. fundi skipulags- og umhvefisráðs, 14. maí sl.

                Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

                Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og staðfestir skipan fulltrúa í græna teymið og áhættumat vegna loftlagsvár verði tekið til skoðunar samhliða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.

                  Málsnúmer 2005010 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Brunnar 10, Bílastæði.

                  Erindi frá Hlyn F. Halldórssyni dags. 6. maí 2020. Í erindinu er sótt um leyfi til að útbúa bílastæði neðan við Brunna 10, Patreksfirði. Aðkoma að bílastæði yrði því frá Bölum. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirkomulag bílastæðisins.

                  Erindið hafði áður verið tekið fyrir á 72. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 14. maí sl. þar sem misrituð var aðkoman að bílastæðinu.

                  Bæjarstjórn samþykkir erindið.

                    Málsnúmer 2005038 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerð

                    10. Bæjarráð - 895

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. maí 2020. Fundargerðin er í 32 liðum.

                    Málsnúmer 2005001F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Fræðslu- og æskulýðsráð - 62

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 13. maí 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

                    Málsnúmer 2005002F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    12. Menningar- og ferðamálaráð - 10

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 12. maí 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

                    Málsnúmer 2005003F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    13. Skipulags og umhverfisráð - 72


                    14. Hafna- og atvinnumálaráð - 19


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05