Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #23

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. apríl 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir, formaður

    Almenn erindi

    1. Málefni Birkimelsskóla

    Eftir ítarlegt samráð við foreldra barna á skólaaldri á næsta skólaári á Barðaströnd, kennara og skólastjórnendur með aðkomu Ingvars Sigurgeirssonar prófessors, ráðgjafa Vesturbyggðar í skólamálum var tekin sú ákvörðun með hag barnanna að leiðarljósi að þau muni stunda nám með sínum jafnöldrum á Patreksfirði. Keyrt verður daglega á milli, að þeim dögum undanskildum að veður hamli för. Þá daga verður kennt við Birkimelsskóla.

    Jafnframt var áveðið að kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir því að dagmóðir starfi á Barðaströnd með aðstöðu í Birkimel. Jafnframt verði starfsrækt námsver þar sem nemendur framhaldskóla og háskóla á svæðinu hafi aðstöðu.

      Málsnúmer 1602059 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skólastefna Vesturbyggðar

      Rætt um Skólastefnu Vesturbyggðar. Lögð fram álitsgerð frá Ingvari Sigurgeirssyni varðandi framgang skólastefnunnar.

      Fræðslu-og æskulýðsráð Vesturbyggðar samþykkir að Grunnskóli Vesturbyggðar í þeirri mynd sem hann er verði lagður niður og stofnaðir verði tveir sjálfstæðir skólar, Patreksskóli og Bíldudalsskóli sem taka til starfa frá og með næsta skólaári. Birkimelsskóli mun heyra undir Patreksskóla. Eftir sem áður verður mikið samstarf og samvinna milli skólanna. Er þetta gert í samræmi við tillögur í greinargerð með Skólastefnu Vesturbyggðar. Bæjarstjóra er falið að ganga frá stofnun skólanna, sjá um skráningu þeirra hjá þar til bærum aðilum og auglýsa eftir skólastjórum fyrir skólana tvo.

        Málsnúmer 1403060 15

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Daníel Hansen - Sögulegar minjar og skjöl.

        Lagt fram erindi frá Daníel Hansen varðandi skáp undir verðlaunapeninga, bikara og myndir frá Heimi Guðjónssyni sem fæddur er og uppalinn í Króknum á Patreksfirði en stundaði knattspyrnu með KR og hann spilaði einnig með landsliði Íslands í knattspyrnu.
        Fræðslu-og æskulýðsráð felur formanni fræðslunefndar til að vera í sambandi við forstöðumann Bröttuhlíðar og bréfritara.

          Málsnúmer 1603056 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Læsisstefna Leikskóla Vesturbyggðar

          Aðstoðarleikskólastjóri kynnti Læsisstefnu Leikskóla Vesturbyggðar.

            Málsnúmer 1604087

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Skóladagatal LV 2016-2017

            Skóladagatal Leikskóla Vesturbyggðar lagt fram. Af fimm starfsdögum eru fjórir starfsdagar samræmdir við Grunnskóla Vesturbyggðar.

              Málsnúmer 1604086

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Skóladagatal GV 2016-2017

              Skóladagatal Grunnskóla Vesturbyggðar lagt fram. Af fimm starfsdögum eru fjórir starfsdagar samræmdir við Leikskóla Vesturbyggðar.

                Málsnúmer 1604085

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Stefnumótun í mötuneytismálum. Matseðlar, heilbrigði, manneldi og hollusta.

                Frestað til næsta fundar.

                  Málsnúmer 1505002 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  4. SÍS vekur athygli á frumvarpsdrögum um breytingu á grunnskólalögum sem eru til kynningar á vef mennta-og menningarmálaráðuneyti

                  Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á breytingum á grunnskólalögum.

                    Málsnúmer 1602051 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerðir til kynningar

                    9. Ungmennaráð Vesturbyggðar - 4

                    Lögð fram til kynningar fundargerð Ungmennaráðs Vesturbyggðar.

                      Málsnúmer 1604002F 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00