Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #36

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. október 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir formaður

    Almenn erindi

    1. Úthlutunarreglur styrkja vegna akstur barna í Vesturbyggð.

    Verið er að aka tveimur leikskólabörnum af Barðaströnd í leikskóla á Patreksfirði í dag. Gerðir hafa verið tímabundnir samningar um greiðslu akstursstyrkja. Reglur um úthlutun styrkja vegna aksturs barna í Vesturbyggð eru í mótun.

      Málsnúmer 1705076 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjárhagsáætlun 2018.

      Vinnuferill við gerð fjárhagsáætlunar lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og æskulýðsráð óskar eftir því að fá sérgreindar beiðnir er varða fræðslu og æskulýðsmál lagðar fram til kynningar á næsta fundi ráðsins.

        Málsnúmer 1708020 20

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Reglur leikskóla Vesturbyggðar

        Drög að endurskoðuðum reglum fyrir leikskóla í Vesturbyggð lagðar fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar ráðsins.

          Málsnúmer 1710002

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Þátttaka íbúa í Vesturbyggð.

          Farið var yfir minnisblað sem lagt var fyrir nefndina þar sem atriði sem komið hafa fram á íbúafundum voru tiltekin. Fræðslu- og æskulýðsráð vill leggja áheyrslu á að leiksvæði verði kláruð og skoðað verði hvort félagsmiðstöðin á Patreksfirði gæti verið opin t.d einu sinni í viku fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Mikilvægt að atriði sem komið hafi fram á íbúafundum verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

            Málsnúmer 1704039 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Staða í upphafi skólaárs

            Farið yfir stöðuna í upphafi skólaárs.
            Fræðslu- og æskulýðsráð óskar eftir því við skólastjórendur og fræðslustjóra að unnin verði samstarfsáætlun skólanna og hún lögð fyrir Fræðslu- og æskulýðsráð.

              Málsnúmer 1710007

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skólamál á Bíldudal

              Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri fór yfir stöðu skólamála á Bíldudal. Sameining Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku gengur vel það sem af er hausti. Ásdís gerir athugasemd við að ekki hafi verið farið í áætlaðar framkvæmdir við Tjarnarbrekku sem gert hafði verið ráð fyrir að fara í skv. fjárhagsáætlun. Ásdís bendir jafnframt á að brýnt er að bæta úr umferðaröryggi barna á Bíldudal til og frá skóla, eins er bent á að börnin þurfa að fara yfir hættulegan veg til að komast í mötuneyti skólans. Ráðið tekur undir áhyggjur Ásdísar og leggur til við bæjarstjórn að bætt verði úr án tafar.

                Málsnúmer 1704021 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Starfsáætlun Arakletts skólaárið 2017-2018.

                Drög að starfsáætlun Arakletts skólaárið 2017-2018 lögð fram til kynningar. Hallveig Ingimarsdóttir leikskólastjóri bendir á að laga þarf öryggismál í og við leikskólann.

                  Málsnúmer 1710006

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Starfsáætlun Patreksskóla skólaárið 2017-2018.

                  Starfsáætlun Patreksskóla skólaárið 2017-2018 lögð fram. Samþykkt.

                    Málsnúmer 1710005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Starfsáætlun Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku skólaárið 2017-2018

                    Starfsáætlun Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekkur lögð fram. Samþykkt.

                      Málsnúmer 1710004

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      10. Menntamálastofnun - skýrslur um ytra mat grunnskóla 2017.

                      Málinu frestað til næsta fundar.

                        Málsnúmer 1708002 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30