Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #59

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. mars 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) embættismaður
  • Guðrún Norðfjörð (GN) áheyrnafulltrúi
  • Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
  • Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
  • Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) áheyrnafulltrúi
  • Sólveig Dröfn Símonardóttir (SDS) áheyrnafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Jónas Heiðar Birgisson formaður

Almenn erindi

1. Tónlistarskóli Vesturbyggðar - staða starfsmannamála

Sviðstjóri Fjölskyludsviðs kom inn á fundinn og fór yfir starfsmannamál Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Ráðinu kynnt umsókn um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Ráðinu lýst mjög vel á umsækjandann og mælir eindregið með ráðningu viðkomandi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Patreksskóli - skóladagatal 2020-2021

Skólastjóri Patreksskóla fór yfir væntanlegt skóladagatal 2020-2021. Dagatal Leikskóladeildar Patreksskóla lagt til kynningar. Lagt er til að dagatal Leikskóladeildarinnar fylgi dagatali grunnskólans að eins miklu leiti og kostur er. Ráðið bendir á að taka þarf tillit til nýrra kjarasamninga varðandi orlofsrétt starfsmanna.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leikskólinn Araklettur - skóladagatal 2020-2021

Leikskólastjóri Leikskólans Arakletts fór yfir væntanlegt dagatal 2020-2021.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bíldudalsskóli - skóladagatal 2020-2021

Skólastjóri Bíldudalsskóla fór yfir væntanlegt dagatal 2020-2021 með fyrirvara um breytingar. Ráðið bendir á að taka þarf tillit til nýrra kjarasamninga varðandi orlofsrétt starfsmanna

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Leikskóladeild Patreksskóla - staða á deildinni

Skólastjóri Patreksskóla og deildarstjóri Leikskóladeildar Patreksskóla fóru yfir innleiðingu á deildinni, hvernig hefði tekist til o.s.frv.

Farið heildrænt yfir innleiðinguna. Hún hefur gengið vel að mörgu leyti. Farið yfir úrbótaþörf. Mikil áhersla lögð á stóran sparkvöll ásamt öðrum leiktækjum á skólalóðina. Nokkur aðkallandi verkefni. Þ.m.t. hvernig á að taka á sumarfríum starfsfólks. Nafn vantar á deildina. Nemendur á leiskóladeildinni fara heim með blað og kjósa með foreldrum og skila.

Farið yfir markmið næsta veturs. Auka faglegt samstarf t.d. með sameiginlegar smiðjur ásamt því að fjölga heimsóknum væntanlegra nemenda í grunnskólann.

Stundatafla Leikskóladeildarinnar skoðuð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00