Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #2

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 22. október 2018 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) hafnarstjóri
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson Byggingarfulltrúi

Almenn mál

1. Ósk um heimild til að setja olíudælu á flotbryggju á Bíldudal.

Erindi frá Guðbjarti Þórðarsyni f.h. Olíuverslunar Íslands. Í erindinu er óskað heimildar til að setja niður olíudælu á flotbryggju við Bíldudalshöfn. Tankurinn er niðurgrafinn og er staðsettur ofan við landgang flotbryggjunnar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að Olíuverslun Íslands verði heimilt að setja olíudælu á flotbryggju Bíldudalshafnar. Staðsetning olíudælu og lagna skal ákveða í samráði við hafnarvörð Bíldudalshafnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Bláfáni 2019

Davíð Rúnar Gunnarson kom inn á fundinn og fór yfir málefni bláfána verkefnisins. Vesturbyggð hefur verið handhafi bláfána í tveimur höfnum, Bíldudals- og Patrekshöfn undanfarin fjögur ár.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að sækja um bláfána fyrir Bíldudals- og Patrekshöfn fyrir 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Siglingavernd yfirlit 2018

Davíð Rúnar Gunnarson kom inn á fundinn og kynnti siglingavernd í höfnum Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samskip hf. Bíldudalshöfn - aðstaða.

Erindi frá Guðmundi Þ. Gunnarssyni f.h. Samskipa. Í erindinu eru kynnt áform um áætlunarsiglingar um Bíldudalshöfn sem áætlað er að hefjist 31.okt. Óskað er forgangs á höfninni milli 16:00 og 24:00 alla miðvikudaga, einnig er óskað eftir svæðum undir gáma sem og tæki á og við hafnarsvæði.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ræða við notendur um nýtingu hafnarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Cruise Europe - Aðild að Cruise Europe

Hafna- og atvinnumálaráð óska eftir nánari kynningu á málinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 1.455.000.- kr vegna kaupa á bifreið fyrir Patrekshöfn.

Hafnar- og atvinnumálaráð samþykkir viðaukann.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjárhagsáætlun 2019.

Hafnar- og atvinnumálaráð felur fundarritara að senda tillögur að sérgreindum verkefnum fjárhagsáætlunar 2019 til bæjarráðs.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Vesturbyggð - aðalskipulag 2018-2030.

Formaður hafna- og atvinnumálaráðs kynnti vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 og hvatti nefndarmenn til að senda inn tillögur.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Hreinlætisaðstaða í Verðbúð á Patreksfirði

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að keyptur verði inn þurrkari, ofn og fleira smálegt í rýmið og kanna hvort samningar séu í gildi um þrif á aðstöðunni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Gjaldtaka á fingurbryggju

Farið yfir gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir uppsátursvæði sem og básabryggju við Patrekshöfn. Hafna- og atvinnumálaráð telur að gjaldtaka á báðum stöðum sé hófleg.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Bílastæðamál á hafnarsvæðum.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í skipulagningu bílastæða fyrir atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum Vesturbyggðar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

Rætt um umgengnismál á hafnarsvæðum Vesturbyggðar.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í allsherjar hreinsunarátak innan sveitarfélagsins, jafnt á hafnarsvæðum sem annarsstaðar. Hafna- og atvinnumálaráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og óskar eftir samtali/samvinnu um málið.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

13. Hafnasamband Íslands - Hafnasambandsþing.

Lagt fram fundarboð á Hafnarsambandsþing 25.-26. október 2018 sem haldið verður í Reykjavík. Fulltrúar Hafna Vesturbyggðar verða Hafnarstjóri, formaður hafna- og atvinnumálaráðs, forstöðumaður tæknideildar og hafnarvörður Bíldudalshafnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Hafnasamband Íslands, Fiskistofa - Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlit.

Lagt fram til kynningar samstarfsyfirlýsing um framkvæmd vigtunar og eftirlits með löndun sjávarafla milli Hafnarsambands Íslands og Fiskistofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Hafnasamband Íslands - Fundargerð stjórnar nr. 405

Lagt fram til kynningar fundargerð nr. 405 hjá hafnarsambandi Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Framkvæmdir við hafnir Vesturbyggðar

Erindinu frestað til næsta fundar af óviðráðanlegum orsökum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:14