Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #3

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn mál

1. Framkvæmdir við hafnir Vesturbyggðar

Fannar Gíslason, verkfræðingur frá Vegagerðinni kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmdir skv. samgönguáætlun 2019-2023.

    Málsnúmer 1810054 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Hafnarteigur 4. Umsókn um byggingarleyfi, matshl 05.

    Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Friðrik Ólafssyni f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. dags. 23. október 2018 vegna framkvæmda við Hafnarteig 4. Gert er ráð fyrir 1.750 m2 byggingu.

    Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa frá Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. um stærð og staðsetingu byggingarinnar.

      Málsnúmer 1811001 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Straumnes - Kaldbakshús

      Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kalla eftir þeim gögnum sem unnin hafa verið varðandi endurbyggingu eða niðurrif byggingarinnar.

      Hafna- og atvinnumálaráð vísar því til bæjarráðs að afmarkað verði framlag í fjárhagsáætlun 2019 til að kostnaðargreina niðurrif og förgun hússins.

        Málsnúmer 1811103

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Umsókn um framkvæmdarleyfi, dælulögn.

        Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um breytta legu lagnar sem samþykkt var á fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 5. sept 2018. Sótt er um leyfi til að færa lögnina niður fyrir Strandgötu. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar.

        Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki lóðarhafa að Hafnarteig 4, Bíldudal.

          Málsnúmer 1808003 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

          Í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisráðs 12. nóvember 2018 leggur ráðið til að fundað verði með bæjarstjóra, forstöðumanni tæknideildar og formanni skipulags- og umhverfisráðs um næstu skref málsins.

          Hafna- og atvinnumálaráð vísar því til bæjarráðs að afmarkað verði framlag til átaksins í fjárhagsáætlun 2019.

            Málsnúmer 1810045 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Aðstaða fyrir farþegabát við flotbryggju á Bíldudal

            Tekið fyrir erindi frá Jóni Þórðarsyni dags. 15. nóvember 2018 um afnot af flotbryggju frá Brjánslækjarhöfn til að nýta innan við hafnargarð við Bíldudalshöfn og þannig skapa aðstöðu fyrir farþegabát.

            Flotbryggja frá Brjánslækjarhöfn er ætluð til notkunar þar skv. samgönguáætlun 2019-2023 og getur hafna- og atvinnumálaráð því ekki komið að verkefninu að svo stöddu.

              Málsnúmer 1811101

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Samgönguáætlun 2019-2023 - hafnir í Vesturbyggð - fjárhagsáætlun 2019

              Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarráð að tillögur samkvæmt samgönguáætlun 2019-2023 vegna framkvæmda 2019 verði afgreiddar með fjárhagsáætlun 2019.

              Hafna- og atvinnumálaráð leggur einnig til að framkvæmdum við dekkjamottur og rafmagn á Brjánslækjarhöfn verði lokið. Einnig lagfæring á trébryggju svo hún nýtist til viðlegu og skapi ekki slysahættu. Hafna- og atvinnumálaráð beinir því til bæjarráðs að afmörkuð verði framlög í fjárhagsáætlun 2019 til lagfæringarinnar.

                Málsnúmer 1811096

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Samskip hf Bíldudalshöfn - vörugjöld

                Tekið var fyrir erindi Samskipa dags. 24. október 2018 um að reglur varðandi vörugjöld, vegna útflutnings til og frá Bíldudalshöfn verði innheimtar á sama hátt og hjá öðrum höfnum á Íslandi þannig að vörugjöld þegar vöru sem skipað er út frá Bíldudalshöfn og fer á aðra höfn innanlands beri hálft vörugjald í þeim flokki sem viðkomandi vara flokkast.

                Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarráð að sama fyrirkomulag verði við innheimtu vörugjalda eins og hjá öðrum höfnum á Íslandi samhliða endurskoðun gjaldskráa fyrir árið 2019.

                  Málsnúmer 1810070

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Vörugjöld á fóður sem landað er á pramma

                  Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að óska eftir nánari leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi vörugjöld af fóðri sem landað er á pramma.

                    Málsnúmer 1811095

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Stefnumótun fyrir hafnir og atvinnulíf í Vesturbyggð

                    Stefnumótun fyrir hafnir og atvinnulíf í Vesturbyggð tekin til umræðu.

                      Málsnúmer 1811105

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar

                      Lagðar fram tillögur að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2019.

                        Málsnúmer 1811102

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Mál til kynningar

                        12. Hafnarsamband Íslands - Fundargerð stjórnar nr. 406

                          Málsnúmer 1810060

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fundargerðir til kynningar

                          13. Fundargerð stjórnar nr. 407 - Hafnarsamband Íslands

                            Málsnúmer 1811089

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:39