Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #5

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir hafnarstjóri

Almenn mál

1. Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

Tekið fyrir erindi Einars Skarphéðinssonar, dags. 29 nóvember 2018 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum, sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Rauða krossins. Verkefnið snýr að því að karlar, 18 ára og eldri, sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði vegna aldurs eða veikinda geta hisst og haft eitthvað fyrir stafni. Sambærilegt verkefni er rekið í Hafnarfirði. Hugmyndin hefur verið rædd meðal nokkurra íbúa og hafa þeir sýnt verkefninu mikinn áhuga en það er allt unnið í sjálfboðastarfi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að finna að málinu í samráði við bréfritara og fór bæjarstjóri yfir hugmyndir um að nýta bil í Verbúð fyrir verkefnið.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi við Rauða krossinn. Þá tekur hafna- og atvinnumálaráð jákvætt í að leggja styrk til að koma rýminu í viðunandi horf fyrir starfsemina, s.s. setja upp ofna í rýminu og loka hurðagati milli rýma.

    Málsnúmer 1811138 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Hafnarteigur 4. Umsókn um byggingarleyfi, matshl 05.

    Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Friðrik Ólafssyni f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. dags. 23. október 2018 vegna framkvæmda við Hafnarteig 4. Gert er ráð fyrir 1.750 m2 byggingu. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til hafna- og atvinnumálaráðs til frekari skoðunar og vinnslu.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá útgáfu byggingarleyfisins.

      Málsnúmer 1811001 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Hafnarteigur 4. Landfylling, stækkun til austurs.

      Lagt fram bréf Íslenska kalkþörungarfélagsins dags. 12. febrúar 2018 um mikilvægi þess að hafist verði handa við landfyllingu í samræm við deiliskipulag fyrir hafnarsvæði Bíldudals þar sem starfsemi félagsins er verulega aðþrengd hvað varðar vinnu- og söfnunarsvæði fyrir hráefni af hafsbotni. Með aukinni framleiðslu félagsins þurfi félagið nauðsynlega á stærra svæði að halda. Bæjarstjóri og byggingarfulltrúi fóru yfir umræður á þeim fundum sem vitnað er til í bréfi félagsins.

      Hafna- og atvinnumálaráð felur bæjarstjóra að hefja samtal við félagið um fjármögnun verkefnisins og nánari útfærslu framkvæmdarinnar.

        Málsnúmer 1902049 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

        Forstöðumaður tækideildar fór yfir tillögur að skipulagningu hafnarsvæða á Bíldudal og Patreksfirði vegna hreinsunarátaksins. Lagðar voru fram samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

        Hafna- og atvinnumálaráð felur forstöðumanni tæknideildar að senda lóðarhöfum á hafnarsvæðunum bréf þar sem hreinsunarátakið er kynnt. Hafnarstjóra og hafnarverði falið að vinna að hreinsun gámasvæðis skv. deiliskipulagi Patrekshafnar og falið að ræða við eigendur lausafjármuna sem eru innan svæðisins að fjarlægja lausafé sitt. Forstöðumanni tæknideildar falið að vinna kostnaðaráætlun vegna frekari afmörkunar svæðisins.

          Málsnúmer 1810045 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Löndunarkrani - staðsetning á nýjum krana

          Tekinn fyrir tölvupóstur Halldórs Árnasonar dags. 11. febrúar 2019 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum um staðsetningu nýs löndunarkrana, hvort hann verði staðsettur á Brjánslækjarhöfn.

          Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að afla nánari upplýsinga um löndunarkrana á Patrekshöfn og nýjan löndunarkrana og einnig áætlaðan kostnað við uppsetningu og flutning.

            Málsnúmer 1902053

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Mál til kynningar

            6. Umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn - Skipulagsstofnun

            Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem óskað er umsagnar um viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu Fjarðarlax og Artic Sea Farm vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningar á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Um er að ræða viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018.

              Málsnúmer 1902007 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó - frumvarp til laga

              Lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar um drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

                Málsnúmer 1902054

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Byggðakvóti - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

                Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. febrúar 2019 þar sem tillögum að sérreglum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er hafnað.

                  Málsnúmer 1810030 6

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Fundargerð stjórnar nr. 409 - Hafnarsamband Íslands

                  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 409. fundi.

                    Málsnúmer 1901064

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:36