Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. ágúst 2017 og hófst hann kl. 10:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri
Almenn erindi
1. Hafnarsvæði Bíldudal. Breyting á aðkomu/umferð.
Kynnt endanleg útfærsla á nýrri aðkomu að Bíldudalshöfn, forstöðumanni tæknideildar falið að gera grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar og leggja fram kostnaðaráætlun vegna verkefnisins fyrir næsta fund hafnarstjórnar í september. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að gera nýjan lóðaleigusamning við Arnarlax vegna minnkunar á lóð þeirra við gamla kaupfélagið, þar sem ný aðkoma mun liggja yfir lóðina að hluta vestanvert við húsið.
2. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal
Lögð fram teikning vegna viðbyggingar við húsnæði Arnarlax á Strandgötu 1, Bíldudal. Með fyrirhugaðri framkvæmd er lokað fyrir umferð niður samkomuhúsbrekkuna fyrir neðan húsnæði Orkubús Vestfjarða, með hleðslurampi sem staðsettur verður þvert á götuna. Framkvæmdin gerir einnig ráð fyrir lækkun á götu neðan við rampinn. Hafnarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdin verði afturkræf, á kostnað framkvæmdaraðila, ef fyrirtækið flytur athafnasvæði sitt annað í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið geri bílastæði ofanvert við skrifstofuhúsnæði sitt í stað þeirra sem tekin verða burt við framkvæmdina. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að gera grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar og óskar hafnarstjórn eftir því að grenndarkynning vegna 1. liðar (um breytingu á aðkomu á hafnarsvæðið)verði gerð samhliða, í einni sameinaðri grenndarkynningu.
3. Vegagerðin niðurlagning vita umsagnarbeiðni
Hafnarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við erindi Vegagerðarinnar um niðurlagningu 7 vita úr vitaskrá.
4. Vegagerðin 4 ára samgönguáætlun 2018-2021
Lagðar fram tillögur hafnarstjórnar um verkefni á 4 ára samgönguáætlun 2018-2021.
2018. Endurnýjun á eldra verkefni samgönguáætlunar frá 2017, lenging stórskipakants, stálþil og þekja í Bíldudalshöfn.
2019. Nýtt verkefni í Brjánslækjarhöfn, færsla á smábátahöfn, varnargarður og ný flotbryggja.
2019. Öldustraumsrannsóknir í Patrekshöfn vegna eldri framkvæmdar við lengingu á stórskipakanti.
2020. Nýtt verkefni, flotbryggja í Patrekshöfn og Bíldudalshöfn.
Ennfremur samþykkir hafnarstjórn að óska eftir sjóvörnum, vegna verndunar á menningarminjum við Grundarbakka í Kollsvík, sbr. minnisblað Vegagerðarinnar frá mars 2017.
5. ÍsKalk. Nýjar teikningar vegna byggingar Íslenska Kalkþörungafélagsins við Strandgötu 2.
Mættur til fundarins Einar S. Ólafsson f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins. Lagðar fram teikningar vegna byggingar félagsins á nýju 1.420 fm. geymsluhúsnæði á Strandgötu 2, þar sem búið er að gefa leyfi til niðurrifs á eldri byggingum. Teikningar gera ráð fyrir byggingu á sameinaðri lóð Strandgötu 2 og Hafnarteig 4. Hafnarstjórn samþykkir erindið miðað við framlagðar teikningar og felur forstöðumanni tæknideildar að ganga frá sameiningu lóðanna og samkomulagi um afnotarétt Hafnarsjóðs á þeim hluta lóðar til vesturs sem út af stendur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30