Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #156

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson forstöðum tæknideildar

Til kynningar

1. Hafnarsamband Íslands - fundargerð nr 397 frá Hafnarsambandi Íslands

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Aron Ingi Guðmundsson - hugmynd af menningartengdri starfsemi.

Mætt til viðræðna við hafnarstjórn Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia fulltrúar frá Húsið-Merkissteinn um mögululega nýtingu hluta verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.

Bæjarráð fékk kynningu á verkefninu þann 10.10.2017 og tók vel í erindið, fagnaði framtakinu og vísaði málinu áfram til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir erindið með þeim formerkjum að notkunin gangi upp með annarri starfsemi sem fyrir er í húsinu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal

Erindi tekið fyrir eftir grenndarkynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 40.fundi sínum þann 16.10.2017:

Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar skv. 44. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. september til 4. október ásamt því að þær voru kynntar á opnum fundi 19. september sl.

Tvær athugasemdir bárust:
1. Valgerður Jónasdóttir, dagsett 30. september 2017.
Gerð var athugasemd við að fyrirhugaðar breytingar á hafnarsvæðinu á Bíldudal geta ekki talist minniháttar og ættu að falla undir ákvæði um deiliskipulag. Verið er að loka götunni niður með samkomuhúsinu og um leið eykst umferð um Hafnarbrautina. Rétt væri að skoða hvaða áhrif þessi aukning í umferð hefur og þá sér í lagi þungaumferð hefur á umferðaröryggi um götuna. Rétt er að benda á að Sæbakkabrekkan getur verið erfið yfir vetrarmánuðina og þar eru börn á ferð alla daga á leið sinni í íþróttahúsið, svo ekki sé talað um ferðir barna og fullorðinna niður í fjörunni við skábrautina við Hafnarbrautina.
Rétt væri að samhliða þessum tillögum um breytingar að kynna fyrir íbúum hvað Vesturbyggð hyggst gera til að halda niðri umferðarhraða um Hafnarbrautina og Sæbakkann í framhaldi af hugsanlegum breytingum og kynna áætlun um bætt umferðaröryggi á þessum götum

Svar:
Skipulagsfulltrúa verður falið að kanna hjá Skiplagsstofnun hvort þörf sé á deiliskipulagi vegna lokunar Hafnarteigs.

2. Ásdís Snót Guðmundsdóttir, dagsett 25. september 2017
Athugasemdin felur í að mikilvægt er að gera ráð fyrir umferðaröryggi barna sem eiga leið um Hafnarbrautina á leið frá leik- og grunnskóla í íþróttahúsið Byltu þar sem umferð stórra bíla sem og annarra bíl muni stóraukast á Hafnarbrautinni með auknum umsvifum á hafnarsvæðinu. Það eigi að vera í forgangi að búa til gangstéttir og gangbrautir með viðeigandi merkingum svo börnin geti gengið örugg til og frá skólum að íþróttahúsi á Hafnarbrautinni.

Svar:
Skipulags og umhverfisráð tekur undir áhyggjur vegna umferðaröryggis. Í beinu framhaldi að fyrirhuguðum breytingum leggur ráðið áherslu á að farið verið í lagningu gangstétta og gangbrauta.

Afgreisla á umsókn um leyfi til viðbyggingar er frestað.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið aftur fyrir á 41.fundi sínum sem haldinn var þann 10.11.2017 og bókaði eftirfarandi:

Erindi tekið fyrir öðru sinni eftir grenndarkynningu. Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var þann 16.10.17 var skipulagsfulltrúa falið að fá álit hjá Skipulagsstofnun um hvort að grenndarkynning væri næg kynning á verkefninu eða hvort að þörf væri á deiliskipulagi.

Álit skipulagsstofnunar barst þann 24.október s.l.

Í ljósi álits skipulagsstofnunar leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að breytingin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út fyrir útskipunarrampi.

Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Bíldudal og hafnarsvæðið útvíkkað meðfram hafnarbraut á Bíldudal.

Hafnarstjórn samþykkir erindið eftir grenndarkynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. ÍsKalk. Umsókn um sameiningu lóða, Strandgata 2 og Hafnarteigur 4.

Erindi tekið fyrir eftir grenndarkynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs. Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna:

1. Víkingur Gunnarsson f.h. Arnarlax hf, dagsett 2. október 2017.
Athugasemdin felst í því að nýbygging sú sem fyrirhuguð er á lóðinni verði samsíða 2012 húsi. Vegna ört vaxandi umfangs við slátrun hjá Arnarlax að strandgötu 1. mun það skipta miklu ef nýja húsnæðið verði samsíða 2012 byggingunni ( sjá gulu línu á korti) og geri þar með strandgötuna breiðari.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði á 40. fundi sínum þann 16.10.2017 eftirfarandi:

Skipulags og umhverfisráð samþykkir að sameina lóðirnar.
Ráðið leggur til að byggingarreiturinn verði í sömu byggingalínu og bygging reist árið 2012.
Málinu vísað til Hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið betur í ljósi athugasemdar er barst við grenndarkynningu sem og fyrri bókanir skipulags- og umhverfisráðs og hafnarstjórnar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag hafnarsvæðis Patreksfirði. Ósk um breytingu.

Mættir til viðræðna við hafnarstjórn Gunnlaugur B. Jónsson og Jón Árnason vegna umsóknar um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Erindið var tekið fyrir á 41.fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var þann 10.11.2017 og eftirfarandi bókað:

Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Breytingin fellst í því að á lóð þar sem áður voru tveir byggingareitir verður einn reitur og mænisstefna snýr þvert á það sem áður var. Jafnframt er gata sem gert var ráð fyrir lögð niður og í stað hennar verður aðkoma að athafnasvæði norðaustan húss annarsvegar frá Aðalstræti og hinsvegar frá Eyrargötu eins og áður var.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á byggingarreit og lokun vegar að hluta og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs varðandi breytingu á byggingarreit sem og lokun vegar ásamt tilheyrandi athafnasvæði umhverfis byggingarreitinn og samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði frá 2013.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 15.desember 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:37