Hoppa yfir valmynd

Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Málsnúmer 1907063

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf dags. 5. júlí s.l. frá Vegagerðinni með tillögu að töku tilboðs í verkið "Stálþil og festingar vegna framkvæmda við Bíldudal - lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants."

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar að taka tilboði Guðmundar Arasonar ehf í verkið.
16. september 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri kynnti hugmyndir að nýrri hafnarvog á Bíldudalshöfn sem og skipulagi innan hafnarsvæðis.
10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Farið yfir mögulegan geymslustað fyrir stálþil sem nota á við framkvæmdir við Bíldudalshöfn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að fundinn verði staður innan hafnarsvæðis undir stálþilið.
14. október 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Farið yfir mögulegan geymslustað fyrir stálþil sem nota á við framkvæmdir við Bíldudalshöfn. Skipulags- og umhverfisráð bókaði um málð á 64. fundi sínum að lögð yrði áhersla á að stálþilið yrði staðsett innan hafnarsvæðis.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að ræða við notendur hafnarinnar um geymslustað innan hafnarsvæðis í takt við umræður á fundinum.
18. nóvember 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 13. nóvember 2019. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalshöfn: Endurbygging og lenging hafskipabryggju 2019.

Tilboð í verkið voru opnuð 12. nóvember s.l, eftirfarandi tilboð bárust.
Bryggjuverk, Reykjavík: 199.169.000.- kr
Sjótækni ehf., Tálknafirði: 179.618.916.- kr
Ísar ehf., Kópavogi: 168.785.900.- kr
Hagtak hf., Hafnarfirði: 138.404.250.- kr
Áætlaður verktakakostnaður var 154.119.900.- kr

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hagtak hf.