Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #64

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. október 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Farið yfir mögulegan geymslustað fyrir stálþil sem nota á við framkvæmdir við Bíldudalshöfn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að fundinn verði staður innan hafnarsvæðis undir stálþilið.

    Málsnúmer 1907063 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2020

    Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn.

    Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2020.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla verði lögð á að unnið verði eftir tillögum í umferðaröryggisáætlunum fyrir þéttbýliskjarnana.

    Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs vék af fundi.

      Málsnúmer 1904046 18

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Mengandi flotbryggja við Flókatóftir.

      Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar vegna flotbryggju sem liggur í fjöru við Flókatóftir Brjánslæk.
      Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs og
      beinir því til hafna- og atvinnumálaráðs að flotbryggjan verði fjarlægð eins fljótt og auðið er.

        Málsnúmer 1910005 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

        Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 25. janúar 2019, ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 2. október 2019. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn þar sem búið er taka tillit til bréfs Skipulagsstofnunar og umsögn Minjastofnunar. Dregist hefur að taka afgreiðslubréfið fyrir þar sem ljúka þurfti viðbótarfornleifaskráningu og húsaskráningu skv. kröfu Minjastofnunar.

        Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið verði samþykkt og að það verði afgreitt skv. 2 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

          Málsnúmer 1910059 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsókn um lóð undir eldsneytisafgreiðslu - Bíldudal.

          Erindi frá Festi dagsett 17.9.2019. Í erindinu er sótt um lóð undir eldsneytisafgreiðslu á svæði neðan við iðnaðarsvæði I3 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fundin verði lóð fyrir Festi hf. á iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól undir eldsneytisafgreiðslu og jafnframt að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem iðnaðarsvæði verði stækkað að Bíldudalsvegi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði einnig farið í breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Er það í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir í endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 sem og við áður auglýsta tillögu að deiliskipulagi.

            Málsnúmer 1909059 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

            Lagt fram til kynningar greinargerð og uppdrættir á vinnslutillögu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.

            Haldinn verður sérstakur fundur með skipulags- og umhverfisráði um endurskoðunina þann 29. október.

              Málsnúmer 1903024 14

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Hafnarbraut 10A. Umsókn um lóð.

              Erindi frá Guðlax ehf. Í erindinu er sótt um lóðina að Hafnarbraut 10A til sameiningar við lóðina að Hafnarbraut 8, Bíldudal. Um er að ræða u.þ.b. 240m2 lóð og hyggst umsækjandi reisa bílskúr á lóðinni.

              Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins.

                Málsnúmer 1910060 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Bíldudalsflugvöllur - umsókn um byggingarleyfi, vélargeymsla.

                Erindi frá Isavia, dagsett 30. september 2019. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir vélargeymslu við flugvöllinn á Bíldudal.
                Um er að ræða 247 fermetra verkstæðishús, burðarvirki úr límtré og veggir og þak úr yleiningum. Meðfylgjandi erindinu er umsóknareyðublað, tilnefning hönnunarstjóra og aðaluppdrættir.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

                  Málsnúmer 1910061

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:57