Fundur haldinn í fjarfundi, 16. september 2020 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingafulltrúi og hafnarstjóri
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Anna Vilborg Rúnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Estherar Gunnarsdóttir. Þá er Ásgeir Sveinsson tilnefndur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði.
Til máls tók: Forseti, FM.
2. Strandgata 17A. Ósk um nýjan lóðarleigusamning, breytt stærð lóðar.
Tekin fyrir beiðni um stækkun lóðar Strandgötu 17a á Patreksfirði. Samþykkt var á 73. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna stækkun lóðar umhverfis Strandgötu 17a. Grenndarkynnningin var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til 18. ágúst. Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Strandgötu 17a og 19. Gerð er athugasemd við bílastæði sem hafa fylgt Strandgötu 19 og gildandi lóðarleigusamningur kveður á um. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti grenndarkynninguna á 76. fundi sínum m.v. innkomnar athugasemdir og fól byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Strandgötu 17a og Strandgötu 19. Jafnframt lagði skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að endurnýjaðir verði lóðarleigusamningar við Strandgötu 17a og Strandgötu 19.
Til máls tók: Forseti,ÁS
Ásgeir Sveinsson óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir grenndarkynninguna sem og endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir Strandgötu 17a og 19.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - OV
Tekið fyrir Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengs frá Sandodda í Sauðlaukadal og að Kvígindisdal. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna lagnaleiðina.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 76. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjavarðarliggur fyrir.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umvherfisráðs og samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga þegar jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.
4. Skólavist á milli sveitarfélaga - samkomulag
Tekið fyrir samkomulag um skólavist milli sveitarfélaga, á milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Samráðsnefnd sveitarfélaganna fjallaði um samkomulagið á 55. fundi sínum 3. september sl. og bæjarráð samþykkti samkomulagið fyrir sitt leyti og vísaði því til staðfestingu bæjarstjórnar.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið.
5. Refasamningur Vesturbyggð
Tekinn fyrir tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 20. maí 2020 ásamt fylgiskjölum vegna refaveiði 2020-2022. Einnig er lögð fram til kynningar áætlun Vesturbyggðar vegna refaveiða árin 2020-2022. Bæjarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti á 903. fundi ráðsins og vísaði honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn staðfestir samninginn.
6. Skógræktarfélög í Vesturbyggð - samningar um styrki
Teknir fyrir samningar um styrki við skógræktarfélög í Vesturbyggð. Á 886. fundi bæjarráðs 3. desember 2019 var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn skógræktarfélaganna um áframhaldandi fyrirkomulag á styrkveitingum til skógræktar í Vesturbyggð. Niðurstaða þess samtals eru samningar við Skógrækarfélag Bíldudals og Skógræktarfélag Patreksfjarðar. Samkvæmt samningunum veitir Vesturbyggð hvoru félagi fyrir sig styrk að fjárhæð 350.000 kr. á ári. Bæjarráð staðfesti samningana fyrir sitt leyti á 903. fundi ráðsins og vísaði þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn staðfestir samningana.
7. Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög
Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999. Bæjarráð fól Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og staðfestir að stofnframlagi sem veitt var 30. júní 2020 verði afsalað til Bæjartúns hses. og bæjarstjóra falið að tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
8. Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða
Lögð fram aðgerðaráætlun vegna umhverfisvottunar Vestfjarða Earth Check, ásamt tillögum skipulags- og umhverfisráðs.
Til máls tók: Forseti, FM.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir aðgerðaráætlunina vegna umhverfisvottunar Vestfjarða í samræmi við tillögur skipulags- og umhverfisráðs.
Fundargerð
Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. ágúst 2020. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti.
Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar sem haldinn var 31. ágúst 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð fram til kynningar fundargerð 902. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. ágúst 2020. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti, MÓÓ
Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. september 2020. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Forseti, Bæjarstjóri.
Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps sem haldinn var 3. september 2020. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 10. september 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:42
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 351. fundar miðvikudaginn 16. september kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.