Hoppa yfir valmynd

Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021

Málsnúmer 2009043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. september 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11.september 2020 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.

Sú breyting er gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með að tilkynning um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vakin er athygli á að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.
19. október 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Formaður leggur eftirfarandi til varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, þó með eftirfarandi breytingum:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

Tillaga formanns er samþykkt með þremur atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.

Bréfið var tekið fyrir á 24. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, þó með sambærilegum sérreglum og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2019/2020:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.
2. desember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dags. 30. nóvember 2020 varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021. Úthlutun aflaheimilda sem koma í hlut vegna byggðarlaga innan Vesturbyggðar fiskveiðiárið 2020/2021 er eftirfarandi:

Bíldudalur: 70 tonn.
Brjánslækur: 15 tonn.
Patreksfjörður: 15 tonn.