Fundur haldinn í fjarfundi, 14. september 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Patrekshöfn - markaðssetning vegna skemmtiferðaskipa
GunnÞórunn Bender frá Westfjords Adventures og Hjörtur Sigurðsson frá Patrekshöfn mætt til viðræðna við hafna- og atvinnumálaráð til að fara yfir markaðssetningu Patrekshafnar vegna skemmtiferðaskipa.
2. Hafnarsvæði Bíldudal. Umsókn um stöðuleyfi.
Erindi frá Arnarlax hf, dags. 7. september 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40 feta gámum við hafnarsvæðið á Bíldudal og einum 20 feta á lóð við Strandgötu 10-12 á Bíldudal.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Strandgötu 10-12 til eins árs. Ráðið hafnar stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma við hafnarsvæðið og hvetur fyrirtækið til að ganga frá svæði við norður-gafl Strandgötu 1.
3. Strandgata 7, Bíldudal. Umsókn um stöðuleyfi.
Erindi frá Arnarlax hf, dags. 11. september 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir einum 20 feta gám á lóð við Strandgötu 7 á Bíldudal. Gámurinn er ætlaður undir búningsaðstöðu á meðan unnið er að endurbótum í núverandi húsnæði. Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa fyrir gámnum.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030
Lagt fram til kynningar drög að endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar, lagðir eru fyrir ráðið kaflar skipulagsins er snúa að höfnum og atvinnulífi.
Ráðið felur hafnarstjóra að koma athugasemdum til skila til bæjarstjóra.
5. Frumvarp um breytingar á 5,3 prósent kerfinu
Lagt fram til kynningar erindi frá skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis dags. 7. september 2020. Í erindinu er vakin athygli á frumvarpi um breytingar á 5,3% kerfinu sem nú er til kynningar á samráðsgátt stjórnvalda.
Formaður leggur fram tillögu að Vesturbyggð leggji áherslu á að viðhalda vinnsluskyldu í sveitarfélaginu. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Mál til kynningar
6. Nýtt fiskveiðiár 2020-2021 úthlutað aflamark
Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu dags. 31. ágúst 2020. Í bréfinu er kynnt aflamark fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, stýring fiskveiða með úthlutun kvóta er hornsteinn í því starfi Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Að þessu sinni var úthlutað 353.000 tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19.000 þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.
Alls eru um 4.690 þorskígildistonnun úthlutuð á skip í Vesturbyggð, þar af um 4.316 þorskígildistonn á Patreksfirði.
7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021
Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11.september 2020 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.
Sú breyting er gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með að tilkynning um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.
Vakin er athygli á að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:19