Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #352

Fundur haldinn í fjarfundi, 21. október 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 352. fundar miðvikudaginn 21. október kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Jón Árnason tekur sæti sem aðalmaður í velferðarráði í stað Lilju Sigurðardóttir og Guðrún Eggertsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðslu- og æskulýðsráði í stað Estherar Gunnarsdóttur.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða

  Málsnúmer 2005004 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

  Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sem lagt var fyrir á 905. fund bæjarráðs. Viðaukinn er gerður vegna viðgerðar á þaki við Baldurshaga á Bíldudal. Það vantar uppá viðhaldsfé 800.000,- Á móti er tekin út fjárfesting við sparkvöll á Bíldudal 1.500.000 þar sem ekki verður unnt að fara í það verkefni á þessu ári. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 700.000,- Rekstrarniðurstaða lækkar um 800.000,- í A og B hluta.

  Til máls tók: Forseti

  Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

   Málsnúmer 2005022 7

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020

   Lögð fram drög að áfangastaðaáætlun Vestfjarða frá Vestfjarðastofu dags. 6. október 2020. Drögin höfðu áður verið lögð fyrir á 906. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og á 12. fundi menningar- og ferðamálaráðs.

   Til máls tók: Forseti

   Bæjarstjórn staðfestir áætlunina.

    Málsnúmer 2010019 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Persónuverndarstefna Vesturbyggðar

    Lögð fram drög að innri persónuverndarstefnu Vesturbyggðar, persónuverndaryfirlýsingu og upplýsingaörygisstefnu sem er hluti af innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar hjá Vesturbyggð.

    Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

    Bæjarstjórn staðfestir skjölin samhljóða.

     Málsnúmer 2009087 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

     Lögð fram drög að samningi við Strýtuholt ehf. um land í eigu Vesturbyggðar undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Samkvæmt samningnum er 13 ha landi undir frístundabyggð skv. deiliskipulagi dags. 29. júní 2011 úthlutað til 10 ára. Í samningnum er einnig mælt fyrir um það að ef engar framkvæmdir hefjist fyrir 1. október 2023 beri að skila landinu til sveitarfélagsins.

     Samningurinn hafði áður verið lagður fyrir á 905. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

     Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM.

     Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhjóða.

      Málsnúmer 2004156 9

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

      Lögð fram vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030, skipulagstillaga, þéttbýlisuppdrættir, sveitarfélagsuppdráttur ásamt forsendum og umhverfisskýrslu.

      Til máls tóku: Forseti og FM.

      Bæjarstjórn samþykkir forkynningu á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar á vinnslustigi. Skipulagstillagan skal kynnt íbúum á heimasíðu Vesturbyggðar frá 23. október nk. Á forkynningarstigi verður hægt að koma með ábendingar í gegnum Betra Ísland og með tölvupósti á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is. Unnið verður svo úr ábendingum um innihald tillögunnar og tillagan síðan lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn að nýju. Kynning aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.

       Málsnúmer 2002127 17

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021

       Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021.

       Bréfið var tekið fyrir á 24. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 728/2020 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, þó með sambærilegum sérreglum og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2019/2020:

       a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

       b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

       c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

       Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

       Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

       Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.

        Málsnúmer 2009043 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Staða sauðfjárbænda í Vesturbyggð

        Lagt fram minnisblað bæjarstjóra Vesturbyggðar dags. 12. október 2020. Í minnisblaðinu vekur bæjarstjóri athygli á bókunum sveitarstjórna í nágrenni Vesturbyggðar vegna stöðu sauðfjárbænda og lágu afurðaverði til sauðfjárbænda.

        Fjallað var um minnisblaðið á 24. fundi hafna- og atvinnumálaráðs þar sem eftirfarandi var bókað:

        "Í Vesturbyggð er sauðfé haldið á 22 búum, lágt afurðaverð til sauðfjárbænda hefur því gríðarleg áhrif á bændur í Vesturbyggð sem og sá mikli ófyrirsjáanleiki sem bændur búa við á hverju hausti.

        Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun byggðarráðs Húnaþings vestra, sveitastjórnar Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps og skorar á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót en líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku.

        Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun.

        Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu."

        Til máls tóku: Forseti og FM.

        Bæjarstjórn tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs.

         Málsnúmer 2010038 2

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn lóð 1, fiskeldi

         Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.

         Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
         Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

         Til máls tók: Forseti

         Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.

          Málsnúmer 2004024 12

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn lóð I.

          Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.

          Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
          Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

          Til máls tók: Forseti

          Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.

           Málsnúmer 2004019 12

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Balar, Patreksfirði. Umsókn um lóðir.

           Tekið fyrir erindi frá Skemman Vatneyri ehf. Erindið er dagsett 9. október 2020. Í erindinu er sótt um lóðir undir tvö parhús við Bala á Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af MarkStofu dags. 6. október 2020.

           Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

           Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Jón Árnason véku af fundi á meðan liðurinn var tekinn fyrir.

           Til máls tóku: Forseti, JÁ, ÞSÓ, FM og GE.

           Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðanna, þá er samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða úthlutun lóðanna og ný áform um byggingu tveggja parhúsa á einni hæð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 2010043 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Járnhóll. Umsókn um lóð fyrir áhaldahús.

            Erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar dags. 14. október 2020. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Járnhól 10, Bíldudal undir húsnæði og athafnarsvæði þjónustumiðstöðvar Vesturbyggðar á Bíldudal.

            Til máls tók: Forseti

            Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.

             Málsnúmer 2010044 2

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Hlíðarvegur 2. Umsókn um stækkun lóðar.

             Tekið fyrir erindi Vilhelms Snæs Sævarssonar og Guðnýjar Ólafíu Guðjónsdóttur. Erindið er dagsett 21. september 2020 og í því er sótt um stækkun lóðar við Hlíðarveg 2.

             Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu en samkvæmt Þjóðskrá Íslands er lóðin skráð 600 m2.

             Til máls tók: Forseti

             Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar. Byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að nýju lóðablaði lóðar. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem áformin varða einungis hagsmuni sveitarfélagsins og umsækjanda.

              Málsnúmer 2009067 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Langahlíð 16A. Umsókn um byggingarleyfi.

              Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16a á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

              Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM.

              Bæjarstjórn samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16a og samþykkir um leið fyrirhugaða úthlutun lóðar neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu til byggingu 10 íbúða íbúðarhúss. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

               Málsnúmer 2008007 4

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Langahlíð 16B. Umsókn um byggingarleyfi.

               Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16b á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

               Til máls tók: Forseti

               Bæjarstjórn samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16b og samþykkir um leið fyrirhugaða úthlutun lóðar neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu til byggingu 10 íbúða íbúðarhúss. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 2008008 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                16. Umsókn um framkvæmdaleyfi - urðun.

                Tekið fyrir erindi Íslenska kalkþörungafélagsins dags. 9. september 2020. í erindinu er sótt um urðun á óvirku efni ofan við Völuvöll á Bíldudal. Meðfylgjandi umsókninni er yfirlitsmynd og framkvæmdalýsing.
                Um er að ræða urðun á náttúrulegu efni, möl og kalk og verið er að nýta efnið til að ganga frá aflögðu efnistökusvæði. Svæðið sem um ræðir er á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota en efnismagn og fyrirætlanir samræmast skilmálum aðalskipulagsins.

                Til máls tóku: Forseti, GE og FM.

                Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með þeim skilyrðum sem fram koma í framkvæmdaleyfisumsókninni hvað varðar frágang, tímamörk og efnismagn. Lokafrágangur skal unninn í samráði við Vesturbyggð.

                 Málsnúmer 2010029 2

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 Fundargerð

                 17. Bæjarráð - 904

                 Lögð fram til kynningar fundargerð 904. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 16. september 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

                 Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2009007F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  18. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 24

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 17. september 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

                  Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2009006F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  19. Fræðslu- og æskulýðsráð - 65

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 65. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 21. september 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

                  Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2009008F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  20. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 58

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 58. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 23. september 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

                  Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2009009F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  21. Bæjarráð - 905


                  22. Velferðarráð - 32

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar velferðarráðs, fundurinn var haldinn 5. október 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

                  Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2009012F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  23. Bæjarráð - 906


                  24. Menningar- og ferðamálaráð - 12

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 13. október 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

                  Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2010001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  25. Fræðslu- og æskulýðsráð - 66

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 66. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 14. október 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

                  Til máls tóku: Forseti, GE og bæjarstjóri.

                  Málsnúmer 2009010F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  26. Skipulags og umhverfisráð - 77


                  27. Hafna- og atvinnumálaráð - 24


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25