Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #941

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. júní 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022

Skipað í ráð og nefndir skv. Samþykktum um stjórn Vesturbyggðar og bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 372. bæjarstjórnar þar sem bæjarráði var falin fullnaðarafgreiðsla skv. 32. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022 til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.

Skipulags - og umhverfisráð:
Barði Sæmundsson
Jón Garðar Jörundsson
Jóhann Pétur Ágústsson
Friðbjörg Matthíasdóttir
Jóhanna Gísladóttir

Til vara:
Kristján Finnbogason
Véný Guðmundsdóttir
María Ósk Óskarsdóttir
Gunnar Sean Eggertsson
Ásdís Snót Guðmundsdóttir

Samþykkt samhljóða.

Menningar- og ferðamálaráð
Ramon Flaviá Piera
Hjörtur Sigurðsson
Gunnþórunn Bender
María Ósk Óskarsdóttir
Anna Vilborg Rúnarsdóttir

Til vara:
Óskar Leifur Arnarson
Silja Björg Ísafoldardóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Jón Árnason
Ásgeir Sveinsson

Hafna- og atvinnumálaráð
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Jörundur Garðarsson
Valgerður Ingvadóttir
Gísli Ægir Ágústsson
Magnús Jónsson

Til vara:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Marteinn Þór Ásgeirsson
Valdimar Bernódus Ottósson
Petrína Sigrún Helgadóttir

Samþykkt samhljóða

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Skipað fulltrúm bæjarráðs Vesturbyggðar

Samþykkt samhljóða

Fasteignir Vesturbyggðar:
Skipað fulltrúum bæjarráðs Vesturbyggðar

Samþykkt samhljóða

Almannavarnanefnd:
Bæjarstjóri

Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 2201017 13

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

  Fulltrúar Vesturbyggðar skipaðir í starfshóp um fjölgun hjúkrunarrýma og viðbótarrými fyrir starf eldri borgara við heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patrekfirði.

  Í starfshópinn eru skipuð fyrir hönd Vesturbyggðar, Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir.

   Málsnúmer 2004011 16

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

   Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2022 vegna áætlunar 2023 - 2026 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

   Bæjarráð staðfestir reglurnar í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

    Málsnúmer 2206023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Rekstur og fjárhagsstaða 2022.

    Lagðar fram rekstrartölur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Útsvarstekjur eru yfir áætlun eða um 14% og rekstrartekjur í heild um 11,4% yfir áætlun.
    Rekstrargjöld eru á áætlun. Fjármunatekjur og gjöld eru 18% yfir áætlun. Til samanburðar er áætlunartölum skipt niður á mánuði í hlutfalli við raunbókanir ársins 2021. Gert var ráð fyrir því að reksturinn fyrir árið 2022 myndi skila 44 milljónum í hagnað fyrir árið. Skv. niðurstöðum fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins er rekstrarniðurstaðan fyrir það tímabil 46,5 milljónir.

     Málsnúmer 2206022 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

     Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna kaupa á lyftara fyrir áhaldahús og Patreksfirði. Tækið kostar 10 milljónir og er mætt með lækkun á handbæru fé. Kaupin hafa ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 10 milljónir og verður 36,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 10 milljónir og verður 49,9 milljónir.

     Bæjarráð staðfestir viðaukann í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 2201042 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

      Lögð fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 27. maí vegna matsskyldu við Ofanflóðavarnir við Stekkjargil og milligil á Bíldudal. Er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

      Með vísan til ákvörðunar Skipulagsstofnunar 27. maí 2022 að fyrirhuguð framkvæmd við ofanflóðavarnir á Bíldudal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif skv. 2 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum sem og frumathugun ofanflóðavarna í Stekkagili/Gilsbakkagili og Milligili á Bíldudal - annar áfangi frá október 2020.

      Óskar sveitarfélagið Vesturbyggð hér með eftir því við ofanflóðanefnd að hafin verði vinna við hönnun ofanflóðavarna á Bíldudal sem allra fyrst. Þá verði framkvæmdinni tryggt nægt fjármagn sem fyrst til að flýta megi framkvæmdum til að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa á Bíldudal gegn ofanflóðum í samræmi við fjármálaáætlun ríkisins sem gerir ráð fyrir að uppbyggingu varnarmannvirkja verði lokið árið 2030.

       Málsnúmer 2010046 8

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Skólamötuneyti á Bíldudal

       Engin tilboð bárust í skólamötuneyti á Bíldudal og hefur verið auglýst eftir matráð, umsóknarfrestur rennur út 17. júní nk.

        Málsnúmer 2204016 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Endurskoðun á samningi um styrk til björgunarsveitarinnar Blakks

        Lagt fyrir erindi stjórnar björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði þar sem óskað er eftir auknu framlagi Vesturbyggðar til sveitarinnar.

        Bæjarráð vísar erindinu áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2023 - 2026.

         Málsnúmer 2205035

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Endurskoðun á samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Vesturbyggð

         Jón Árnason vék af fundi.

         Lagt fyrir erindi Westfjords Adventures dags. 11.maí sl. þar sem óskað er eftir auknu framlagi til rekstur upplýsingamiðstöðvar. Westfjords Adventures hefur rekið upplýsingamiðstöð með styrk frá Vesturbyggð sl. fjögur ár og hefur framlagið til rekstursins verið óbreytt 900 þúsund. Óskað er eftir því að styrkurinn verði 1.250 þúsund eða horft verði til hækkunar á vísitölu frá árinu 2018.

         Bæjarráð samþykkir að hækka styrkinn sem nemur hækkun á vísitölu.

         Jón Árnason kom aftur inná fundinn.

          Málsnúmer 2205034

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi - Pálshús

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 17. maí 2022 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokk 2 í Pálshúsi Aðalstræti 3, Patreksfirði.

          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

           Málsnúmer 2205040

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Beiðni um að reisa gróðurhús við kamb

           Lögð fyrir beiðni Rósu Hrannar Hrafnsdóttur dags. 9. maí sl. um að fá að reisa lítið gróðurhús á lóð að Kambi, Aðalstræti 4 sem er í eigu Vesturbyggðar.

           Bæjarráð samþykkir að að reist verði lítið gróðurhús á lóðinni. Gróðurhúsið er á ábyrgð og reist á kostnað umsækjanda. Gerð er krafa um að frágangur og ásýnd sé góð.

            Málsnúmer 2205031

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Þáttargerð á sunnanverðum Vestfjörðum - beiðni um styrk

            Óskað eftir stuðningi við framleiðslu á fimm þáttum um mat, matargerð, undirbúning og veislur á sunnanverðum Vestfjörðum.

            Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina fyrir þáttarröðinni.

             Málsnúmer 2206024

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Til kynningar

             13. Brotthvarf úr framhaldsskólum

             Lagt fram til kynningar bréf dags. 4. maí 2022, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu velferðavaktarinnar um brotthvarfs úr framhaldsskólum.

              Málsnúmer 2205022 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Orlof húsmæðra 2022

              Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. maí 2022 frá sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á lögbundnu framlagi sveitarfélaga til orlofsnefndar húsmnæðra á viðkomandi orlofssvæði.

               Málsnúmer 2205023

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Áskorun til sveitarfélaga vegna fasteignaskatts

               Lagt fram til kynningar ályktun stjórnar FA, dags. 31. maí 2022, vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

                Málsnúmer 2206006

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                16. 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að sumri, 14. júní 2022

                Lagt fram til kynningar boðun á 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið var 14. júní sl.

                 Málsnúmer 2206008

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 17. Mál nr. 563 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Ósk um umsögn

                 Lögð fram til kynningar beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 18. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

                  Málsnúmer 2205042

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  18. Fundargerð nr 909 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 909. fundi stjórnar.

                   Málsnúmer 2205003

                   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                   19. Mál nr 482 um atvinnuréttindi útlendinga ( einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis) ósk um umsögn

                   Lögð fram til kynningar beiðni Velferðanefndar Alþingis dags. 2. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.

                    Málsnúmer 2205004

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    20. Mál nr. 593 um sorgarleyfi. Ósk um umsögn

                    Lögð fram til kynningar beiðni Velferðanefndar Alþingis dags. 2. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.

                     Málsnúmer 2205009

                     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                     21. Reikningsskil sveitarfélaga - breyting á reglugerð 1212-2015

                     Lagt fram til kynningar bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar dags. 5. maí 2022 þar sem minnst er á að með breyting á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggasamlög sameignarfélög, sameiningarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutafallslega ábyrgð sveitarfélags.

                      Málsnúmer 2102072 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      22. Bréf til sveitarfélaga frá mennta- barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu

                      Lagt fram til kynningar bréf til sveitarfélaga dags. 1. júní sl. frá mennta og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

                       Málsnúmer 2205029

                       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                       23. Sorhirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

                       Lögð fram til kynningar fundargerð 2. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 5. maí 2022 lögð. Til aðgreiningar frá fundargerð 1 er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.

                        Málsnúmer 2203080 8

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        24. Fundargerð 138 fundar Heilbrigðisnefndar 11. maí 2022 ásamt bréfi heilbrigðisnefndar til Fjórðungssambandsins

                        Fundargerð 138. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 11. maí sl. ásamt bréfi heilbrigðisnefndar til Fjórðungssambandsins lagt fram til kynningar.

                         Málsnúmer 2205036

                         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                         25. Mál nr. 595 um útlendinga (alþjóðleg vernd). Ósk um umsögn

                         Lögð fram til kynningar beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 17. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

                          Málsnúmer 2205043

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          26. Mál nr. 592 um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytenda. Ósk um umsögn

                          Lögð fram til kynningar beiðni Velferðarnefndar Alþingis dags. 18. maí 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

                           Málsnúmer 2205047

                           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                           27. Mál nr. 573 um skipulagsmál ( uppbygging innviða). Ósk um umsögn

                           Lögð fram til kynningar beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 23. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

                            Málsnúmer 2205049

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            28. Mál nr. 571 um sveitarstjórnarlög (íbúakostningar á vegnum sveitarfélaga). Ósk um umsögn

                            Lögð fram til kynningar beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 23. maí 2022 um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.

                             Málsnúmer 2205050

                             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                             29. Rofavörn frá hafnarsvæði að Yxnahamrar

                             Lögð fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar dags. 27. maí sl. til Vegagerðarinnar um að unnin verði hönnun og í framhaldi framkvæmdir á sjóvörnum við Yxnahamar Patreksfirði.

                              Málsnúmer 2205063

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              30. Ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2021

                              Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2021.

                               Málsnúmer 2206026

                               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                               Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:52