Málsnúmer 2010046
25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn
Lögð fram drög að skýrslu um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Frumathugunin var kynnt á íbúafundi í Baldurshaga 11. júní 2020. Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir þvergörðum og grindum fyrir ofan byggðina, en áætlað er að þvergarðarnir verði frá 4m upp í 14 m á hæð og munu geta tekið við aurskriðum, grjóti, snjó og krapaflóðum. Markmið uppbyggingu ofanflóðavarnanna er að tryggja betur öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum.
Til máls tóku: Forsetir,
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við Ofanflóðanefnd að um leið og skýrsla um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal liggi fyrir að óskað verði eftir mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
17. desember 2020 – Bæjarráð
Lögð fram til kynningar Skýrsla Verkís um Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð - Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Annar áfangi frumathugunar: Þvergarðar.
6. janúar 2021 – Bæjarráð
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal.
14. janúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Þá er einnig lögð fram til kynningar umsögn Veðurstofu Íslands um frumathugunina.
9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 24. mars 2022. Í erindinu er óskað umsagnar um könnun á matsskyldu vegna ofanflóðavarna ofan Bíldudals, Stekkjargil/Gilsbakki og Milligil.
Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.
15. júní 2022 – Bæjarráð
Lögð fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 27. maí vegna matsskyldu við Ofanflóðavarnir við Stekkjargil og milligil á Bíldudal. Er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Með vísan til ákvörðunar Skipulagsstofnunar 27. maí 2022 að fyrirhuguð framkvæmd við ofanflóðavarnir á Bíldudal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif skv. 2 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum sem og frumathugun ofanflóðavarna í Stekkagili/Gilsbakkagili og Milligili á Bíldudal - annar áfangi frá október 2020.
Óskar sveitarfélagið Vesturbyggð hér með eftir því við ofanflóðanefnd að hafin verði vinna við hönnun ofanflóðavarna á Bíldudal sem allra fyrst. Þá verði framkvæmdinni tryggt nægt fjármagn sem fyrst til að flýta megi framkvæmdum til að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa á Bíldudal gegn ofanflóðum í samræmi við fjármálaáætlun ríkisins sem gerir ráð fyrir að uppbyggingu varnarmannvirkja verði lokið árið 2030.