Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning

Málsnúmer 2308050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, dags. 7. september 2023. Tillagan felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595.




13. september 2023 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, dags. 7. september 2023. Tillagan felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595.