Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #6

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. október 2019 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
  • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2020

Menningar-og ferðamálaráð fór yfir þær áherslur sem það vill leggja á í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 og skilar inn þar til gerðu minnisblaði til bæjarráðs.

    Málsnúmer 1904046 18

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Gamla smiðjan á Bíldudal

    Lögð fyrir drög að húsreglum um Gömlu smiðjuna á Bíldudal. Menningar-og ferðamálaráð samþykkir drögin.
    Ráðið leggur til að auglýst verði eftir umsjónaraðila smiðjunnar fyrir sumarið 2020.
    Einnig leggur ráðið til að klárað verði að skrásetja muni í húsinu og vísar þeirri ákvörðun til bæjarráðs.

      Málsnúmer 1903020 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

      Menningar- og ferðamálaráð leggur til að auglýst verði eftir umsóknum um styrk til ráðsins. Tilgangur styrkjanna er að efla menningar- og ferðamál innan Vesturbyggðar. Þar er gert ráð fyrir að hægt verði að sækja um fjórum sinnum á ári og stefnt að því að auglýst verði eftir umsóknum í upphafi næsta árs.

      Menningar- og ferðamálaráð samþykkir drög af úthlutunarreglum og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

        Málsnúmer 1910002 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Mál til kynningar

        4. Komur skemmtiferðaskipa 2019

        Fyrir þennan dagskrárlið komu inn á fundinn Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri Vesturbyggðar og Gunnþórunn Bender framkvæmdarstjóri Westfjords Adventures.

        Lögð fram til kynningar gögn í tengslum við komu skemmtiferðaskipa til Patreksfjarðarhafnar. Umræða um áhrif komu skemmtiferðaskipa, tekjur og gjöld.
        Menningar-og ferðamálaráð fagnar auknum umsvifum í komum skemmtiferðaskipa til Vesturbyggðar, enda eru þau stór hlekkur í ferðamannastraumnum á svæðið. Ráðið telur mikilvægt að sveitarfélagið vandi til verka í öllum verkferlum við móttöku skipanna og innviðauppbyggingu. Ráðið leggur til við hafna-og atvinnumálaráð að farið verið í uppfærslu kynningarefnis hafnarinnar, ásamt því að auka upplýsingaflæðið um komurnar fyrir íbúa Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1909036 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Tómstundadagur Vesturbyggðar

          Menningarfullrúi lagði fram tillögu sína og íþrótta-og tómstundafulltrúa Vesturbyggðar um Tómstundadag Vesturbyggðar.
          Lagt er til að Vesturbyggð haldi tómstundadag í september, annað hvert ár.

          Tómstundadagurinn er vettvangur þar sem öllum þeim sem standa fyrir tómstundum og afþreyingu af einhverju tagi er boðið að kynna starfsemi sína. Tómstundadagurinn hefur verið haldinn einu sinni áður, í október 2018, með góðum árangri.

          Menningar og ferðamálaráð tekur vel í slíka hugmynd og felur menningar-og ferðamálafulltrúa að hefja vinnu að skipulagi um slíkan dag.

            Málsnúmer 1909052

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

            Lagt fram til kynningar gögn vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.
            Ráðið felur menningar-og ferðamálafulltrúa að koma athugasemdum til skila til byggingafulltrúa.

              Málsnúmer 1903024 14

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00