Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #8

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. apríl 2015 og hófst hann kl. 09:30

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar.

    Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússon víkur fund undir 1.lið.
    Ása Dóra Finnbogadóttir víkur fund undir 4.lið.

    Almenn erindi

    1. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1

    Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um lóð að Hafnarteig 1, Bíldudal undir iðnaðarhús sem nýtast myndi sem fóðurgeymsla og aðstaða tengt sjókvíaeldi fyrirtækisins. Í umsókninni er vísað til gildandi deiliskipulags hafnarsvæðis, þar er tilgreind leyfileg byggingarstærð 414 m2. Í umsókninni er þess einnig getið að þetta sé tímabundin ráðstöfun þar til fyrirhugað húsnæði fyrirtækisins sé risið á landfyllingu við Banahlein.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en frestar því og vísar áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 1504012 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um stöðuleyfi

      Erindi frá Keran Stueland Ólasyni, í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 40 ft gám við iðnaðarhús að Þóragötu 10A, Patreksfirði. Gámurinn er ætlaður undir dekk o.fl. tengt bílarekstri umsækjanda, einnig er þetta liður í tiltekt umhverfis Þórsgötu 10A. Erindinu fylgir afstöðumynd sem sýnir ósk um staðsetningu gáms.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða og felur byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis.

        Málsnúmer 1504010

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Eldsneytisafgreiðsla að Aðalstræti 110, Patreksfirði

        Erindi frá Guðlaugi Pálssyni f.h. N1 hf. Í erindinu er sótt um leyfi til endurbóta á tækjum og búnaði við eldsneytisafgreiðslu þeirra að Aðalstræti 110, Patreksfirði. Á þessu ári er fyrirhugað að endurnýja niðurföll og tilheyrandi lagnir, ný dæla, steypt plan með snjóbræðslu og stálrammi með verðskilti sem og endurnýjaðar lagnir að tönkum. Þvottaplan fjarlægt, bílastæði fyrir fatlaða sett, ásamt lagfæringum og breytingum á bílastæðum. Í umsókninni er þess svo getið að árið 2017 sé fyrirhugað að endurnýja eldsneytistank, ný sand og olíuskilja gerð, ný umferðareyja við aðalgötu yfir tanka og skilju og nýtt áfyllingarpúlt og tilheyrandi plan.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þær framkvæmdir sem áætlaðar eru á þessu ári og beinir því til framkvæmdaraðila að sækja um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru árið 2017 þegar að þeim kemur. Erindið er samþykkt með þeim fyrirvara að samþykki lóðarhafa liggi fyrir. Ennfremur harmar skipulags- og umhverfisráð þá ákvörðun N1 hf að fjarlægja eina bílaþvottaplan staðarins.

          Málsnúmer 1504005

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi - Dalbraut 11

          Erindi frá Birni M. Magnússyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi vegna breytinga utanhúss að Dalbraut 11, Bíldudal. Sótt er um leyfi til að fjarlægja tvennar steyptar svalir og um leyfi til stækkunar á glugga á suðaustur hlið hússins. Erindinu fylgir útlits- og afstöðumynd unnin af Hugsjón dags. 17.04.2015.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1504013

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn - framkvl. fyrir vélageymslu Ásgarði

            Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. Kristins Guðmundssonar, Ásgarði Hvallátrum tekið fyrir öðru sinni. Í fyrri afgreiðslu nefndarinnar (22.09.2014) gat nefndin ekki tekið afstöðu til málsins m.v. framkomin gögn. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 121,5 m2 vélageymslu að Ásgarði, Hvallátrum. Vélageymslan yrði byggð utan um stálgáma sem komið hefur verið vestan við bæjarhól Ásgarðs. Byggingin yrði timburhús klætt með bárustáli skv. umsókn. Erindinu fylgir skráningartafla, útlits- og grunnmynd ásamt teikningu af þakvirki. Einnig hefur borist afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.

            Þar sem deiliskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi þarf samþykki aðliggjandi lóðareigenda að liggja fyrir. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fyrrgreint samþykki.

              Málsnúmer 1407010 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag Sigtúnssvæði

              Rætt um fyrirhugað deiliskipulag vegna ofanflóðavarna við Sigtúnssvæðið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að mörk skipulagssvæðisins verði við Hlíðarveg í NV, Strandgötu í SV, Litladalsá í SA og norðurfyrir fyrirhugaða ofanflóðagarða.

                Málsnúmer 1504020 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Önnur mál

                Formaður lét bóka: Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ingimundi Andréssyni góð og farsæl störf í þágu ráðsins undanfarin ár, en Ingimundur lét af störfum vegna persónulegra aðstæðna.

                  Málsnúmer 1411088 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00