Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #23

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Guðmundur V. Magnússon eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Hótel Breiðavík.

    Lagt fram bréf, dags. 09.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um endurnýjun gistileyfis í flokki V og veitingaleyfis í flokki II fyrir Keran Stueland Ólason kt.180766-4999 vegna Hótel Breiðavík, Breiðavík. Sótt er um fyrir 90-100 gesti.

    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun gisti- og veitingaleyfis fyrir Hótel Breiðavík.

      Málsnúmer 1606011 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Aðalstræti 62 ehf.

      Lagt fram bréf, dags. 08.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV fyrir Aðalstræti 62 ehf, að Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði. kt.550313-0220. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 40 gesti.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV að Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði.

        Málsnúmer 1606010 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Stúkuhúsið

        Lagt fram bréf, dags. 08.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II fyrir Stúkuhúsið ehf, að Aðalstræti 50, 450 Patreksfirði. kt.450911-0890, allt að 50 gestir.

        Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun veitingaleyfis fyrir Stúkuhúsið ehf.

          Málsnúmer 1606009 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Strandgata 19.

          Lagt fram bréf, dags. 24.05.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I(heimagisting) fyrir Birnu F. Hannesdóttur, kt. 070780-2919 að Strandgötu 19, 450 Patreksfirði. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 4 gesti.

          Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis sé húsnæðið í samræmi við samþykkta uppdrætti og felur byggingarfulltrúa að ganga úr skugga um að svo sé.

            Málsnúmer 1605059 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni Kjarrholt og Bjarkarholt.

            Lagt fram bréf, dags. 23.05.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II fyrir Heiðu Steinsson, kt. 310180-4169 að Kjarrholti 1-4, 451 Vesturbyggð. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 20 gesti. Einnig er í sömu umsókn sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I(heimagisting) vegna Bjarkarholts, 451 Vesturbyggð, fyrir allt að 9 gesti.

            Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis vegna Kjarrholts 1-4 en getur ekki tekið fyrir umsókn vegna Bjarkarholts þar sem uppdráttir bárust ekki með umsókn.

              Málsnúmer 1605049 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umgengnismál í Vesturbyggð

              Rætt um umgengnismál í Vesturbyggð.

              Skipulags- og umhverfisráð lýsir áhyggjur sínum á almennri umgengi í sveitarfélaginu, en ljóst er að með auknum umsvifum innan sveitarfélagsins hafa lausamunir og fleira víða safnast upp. Ráðið leggur til að sent verði dreifibréf á lögaðila innan sveitarfélagsins og þeir hvattir til að taka til í sínum bakgarði svo sómi sé af.

              leggur til að sem Forstöðumanni tæknideildar falið að skrifa dreifibréf til fyrirtækja á svæðinu og hvetja til betri

                Málsnúmer 1605042 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Kattahald í Vesturbyggð.

                Lagt fram til kynningar drög að samþykkt vegna kattahalds í Vesturbyggð.

                  Málsnúmer 1602046 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

                  Erindi frá Árna G. Bárðarssyni f.h. Hagvonar ehf. í erindinu er sótt um byggingar- og athafnalóð við Eyrargötu á Patreksfirði, milli gamla Pakkhússins og veitingastaðarins Heimsenda. Tilgangurinn er að láta hanna og teikna u.þ.b. 200m2 stálgrindarhús.

                  Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðarinnar til Hagvonar ehf. Skipulags- og umhverfisráð vill þó benda á að umrædd lóð er 630m2 að stærð og hámarksstærð húss er 315m2 á lóðinni.

                    Málsnúmer 1606007 9

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00