Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #23

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Guðmundur V. Magnússon eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Hótel Breiðavík.

Lagt fram bréf, dags. 09.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um endurnýjun gistileyfis í flokki V og veitingaleyfis í flokki II fyrir Keran Stueland Ólason kt.180766-4999 vegna Hótel Breiðavík, Breiðavík. Sótt er um fyrir 90-100 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun gisti- og veitingaleyfis fyrir Hótel Breiðavík.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Aðalstræti 62 ehf.

Lagt fram bréf, dags. 08.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV fyrir Aðalstræti 62 ehf, að Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði. kt.550313-0220. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 40 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV að Aðalstræti 62, 450 Patreksfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni, Stúkuhúsið

Lagt fram bréf, dags. 08.06.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II fyrir Stúkuhúsið ehf, að Aðalstræti 50, 450 Patreksfirði. kt.450911-0890, allt að 50 gestir.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun veitingaleyfis fyrir Stúkuhúsið ehf.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Strandgata 19.

Lagt fram bréf, dags. 24.05.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I(heimagisting) fyrir Birnu F. Hannesdóttur, kt. 070780-2919 að Strandgötu 19, 450 Patreksfirði. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 4 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis sé húsnæðið í samræmi við samþykkta uppdrætti og felur byggingarfulltrúa að ganga úr skugga um að svo sé.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni Kjarrholt og Bjarkarholt.

Lagt fram bréf, dags. 23.05.16, frá sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II fyrir Heiðu Steinsson, kt. 310180-4169 að Kjarrholti 1-4, 451 Vesturbyggð. Sótt er um gistileyfi fyrir allt að 20 gesti. Einnig er í sömu umsókn sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I(heimagisting) vegna Bjarkarholts, 451 Vesturbyggð, fyrir allt að 9 gesti.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu gistileyfis vegna Kjarrholts 1-4 en getur ekki tekið fyrir umsókn vegna Bjarkarholts þar sem uppdráttir bárust ekki með umsókn.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umgengnismál í Vesturbyggð

Rætt um umgengnismál í Vesturbyggð.

Skipulags- og umhverfisráð lýsir áhyggjur sínum á almennri umgengi í sveitarfélaginu, en ljóst er að með auknum umsvifum innan sveitarfélagsins hafa lausamunir og fleira víða safnast upp. Ráðið leggur til að sent verði dreifibréf á lögaðila innan sveitarfélagsins og þeir hvattir til að taka til í sínum bakgarði svo sómi sé af.

leggur til að sem Forstöðumanni tæknideildar falið að skrifa dreifibréf til fyrirtækja á svæðinu og hvetja til betri

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Kattahald í Vesturbyggð.

Lagt fram til kynningar drög að samþykkt vegna kattahalds í Vesturbyggð.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

Erindi frá Árna G. Bárðarssyni f.h. Hagvonar ehf. í erindinu er sótt um byggingar- og athafnalóð við Eyrargötu á Patreksfirði, milli gamla Pakkhússins og veitingastaðarins Heimsenda. Tilgangurinn er að láta hanna og teikna u.þ.b. 200m2 stálgrindarhús.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðarinnar til Hagvonar ehf. Skipulags- og umhverfisráð vill þó benda á að umrædd lóð er 630m2 að stærð og hámarksstærð húss er 315m2 á lóðinni.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00